Your site
15. janúar, 2025 06:49

Sýnikennsla

Kennsluaðferð – Sýnikennsla

Markmið

Markmið þessarar kennsluaðferðar er að sýna þátttakendum ákveðnar aðferðir og/eða vinnubrögð. Að nýta tíma kennarans sem best. Í stað þess að ganga á milli þátttakenda þá sýnir kennarinn öllum eða mörgum þátttakendum í einu hvernig ákveðnir hlutir eru gerðir.

Lýsing

Þegar nota á sýnikennslu er mikilvægt að minnast á eftirfarandi:

  1. Allir þátttakendur verða að sjá vel það sem verið er að sýna, ef ekki er betra að hafa hópinn minni og endurtaka sýnikennsluna.
  2. Mikilvægt er að vanda mjög útskýringar þegar notuð er sýnikennsla.
  3. Passa að ofmeta ekki kunnáttu þátttakenda, kennslan verður að hæfa öllum.
  4. Athuga hvort þátttakendur skilji hvert atriði áður en byrjað er á því næsta.
  5. Kennarinn skal tala við sjálfan sig í öllu ferlinu, hugsa upphátt.
  6. Það verður einnig að vera möguleiki á því að þátttakendur spyrji um það sem er óljóst í öllu ferlinu.

Athugasemdir

Til eru ótal tegundir af sýnikennslu og misjafnt hvaða tegund hentar hverju sinni og fer það eftir því hvað er verið að kenna. Hægt er að nota töflukennslu, myndbandsupptöku, allskyns forrit eins og Power Point, Prezi og fleiri. Það er hægt að sýna tilraunir, ýmis handbrögð og margt fleira.

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan.

Skildu eftir svar