Your site
22. desember, 2024 07:32

Spurnaraðferðir

Kennsluaðferð – Spurnaraðferðir

Markmið

Markmiðið með spurnaraðaferðinni (questioning strategies) er að fá nemendur til að hugsa með skipulegum hætti um ákveðið málefni eða fyrirbæri. Leitast er við að laða fram hjá nemendum eins fjölbreyttar, ólíkar og helst nýstárlegar hugmyndir hjá nemendur/þátttakendum og jafnvel leita lausna.

Til eru mörg afbrigði af spurnaraðferðum og markmið þeirra ólík eftir því.

Lýsing

Aðferðin byggir á nokkrum markvissum lykilspurningum (key questions) og mætti í raun segja að gengið sé nokkuð ákveðið til verka.

1)      Oftast er byrjað á því að spyrja opinna spurninga sem ætlað er að vekja áhuga og safna næst saman hugmyndum, viðhorfum og tilllögum. Gott er að notast við þankahríð (brain storming) og reyna að laða fram sem mest út úr nemendum um viðfangsefnið.

2)      Síðan er varpað fram spurningum sem beinast að því að fá nemendur/þátttakendur til að ígrunda þau atriði sem komu fram. Þá þarf að flokka, rekja orsakasamhengi, bera saman, meta hugmyndir o.fl.

3)      Í lok aðferðarinnar er oftast reynt að draga saman þá vinnu sem kom fram og meta niðurstöðurnar með hnitmiðuðum hætti.

Athugasemdir

Þegar notuð er þankahríð þarf kennarinn að hafa í huga að skapa afslappað og óþvingað andrúmsloft þar sem nemendum finnst þeir geta sagt frjálslega frá og tekið þátt í umræðunum af vild. Allar hugmyndir eru teknar góðar og gildar í upphafi og skráðar niður. Einnig er hægt að skipa nemendum upp í hópa og vinna þannig áfram með atriði sem komu fram.

Hér er hægt að kynna sér spurnaraðferðin frekar: https://notendur.hi.is/ingvars/kennsluadferdir/spurnaradferdir.htm

Heimild: Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan.

Skildu eftir svar