Skoðunarferðir (field trips, excursions)
Skoðunarferð (field trips, excursions)
Aðferð: Verklegar æfingar
Flokkur: Útlistunarkennsla
Tilgangur við kennslu:
o Skapa náms andrúmsloft (upphaf)
o Miðla upplýsingum
o Vekja áhuga
o Úrvinnsla námsefnis
o Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum
Virkni nemenda
|
Nauðsynleg hjálpargögn og tæki
|
|||
Sjálfstæðir og virkir | ||||
Virkir | ||||
x | Gagnvirkni milli kennara og nemenda | Tími
|
||
Nemendur Taka við | Fjöldi þátttakenda | Lágmark | lágmark | |
Nemendur Óvirkir |
Markmið aðferðarinnar
Markmið með skoðunarferðum er meðal annars að nemendur auðgi þekkingu sína á viðfangsefni/námsefni með heimsókninni.
Lýsing
Skoðunarferðir eru ferðir þar sem nemendum eru sýnd fyrirtæki, stofnanir, söfn eða farið jafnvel út í náttúruna og fyrirbæri hennar útskýrð fyrir þeim. Svona skoðunarferðir eru flokkaðar sem útlistunarkennsla.
Kennarinn er þá í hlutverki leiðsögumanns og reynir að miðla þeirri þekkingu sem hann hefur á viðfangsefninu eftir bestu getu. Í slíkum ferðum reynir mikið á hæfni og þekkingu kennarans svo að hann skili efninu til nemenda sinna á áhugaverðan hátt.
Lykillinn að því að skoðunarferð heppnist vel er að kennarinn sé vel undir búinn. Þarf kennarinn að hafa heimsótt þann eða þá staði sem hann hygst taka nemendur sína á og kynna sér aðstæður gaumgæfulega. Eins ber að undirbúa nemendur vel fyrir ferðina.
Oft hefur gefist vel að taka myndbandsupptökutæki með í skoðunarferðina, slíkt skapar marga möguleika við úrvinnslu ferðarinnar.
Eins skiptir miklu að nemendum sé skýrð tilætlun ferðarinnar, hvernig ferðin tengist námsefninu og markmiðum námskeiðsins.
Skoðunarferðir og vettvangsathuganir eru ekki eitt og sama fyrirbærið. Munurinn liggur einna helst í því að í vettvangsferðum safna nemendur upplýsingum og leysa ákveðin verkefni/viðfangsefni. Þó er hægt að tvinna þessar tvær aðferðir saman ef vill.
Skoðunarferðum þarf að fylgja eftir með umræðum og markvissum viðfangsefnum.
Heimildir
Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Að mörgu er að hyggja. Handbók um undirbúning kennslu. Reykjavík: Æskan.
Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.