Samvinnunám (Cooperative Learning)
Byrjað er á að skipta nemendum í hópa. Margar aðferðir eru til þess m.a. getur kennarinn talið í hópa, raðað nemendum eftir verkefnavali, áhuga eða öðru. Því næst fær hópurinn úthlutað verkefni sem hann á sameiningu að leysa og þess gætt að allir nemendur taki virkan þátt og séu samábyrgir fyrir náminu. Nemendur eru ábyrgir fyrir því hvernig þeir skipta verkum með sér og vinna að úrlaus verkefna. Þeir þurfa að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir í hópnum eru sáttir við. Úrlausnir / niðurstöður verkefna geta verið mismundandi og fara jafnvel eftir hugmyndaauðgi og eða verkefnivali hverju sinni.
Afbrigði
Púslaðferð er samvinnunámsaðferð sem notuð er við að skipuleggja upplýsingaöflun nemanda um tiltekið efni með markvissum hætti. Hver nemandi er þátttakandi í tveimur hópum annarsvegar sérfræðihópi, þar sem einstaklingar í hópnum kynna sér námsefnið vel sem þeir síðar kenna öðrum, og hins vegar í heimahópi þar sem upplýsingaöflun er undirbúin og kennslan fer fram.
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.