Your site
22. desember, 2024 18:31

Málstofur

Málstofa (seminar method) er aðferð sem mikið er notuð í háskólum en einnig er vel hægt að nota þessa aðferð á fleiri skólastigum.

Einhverjum úr hópnum er stundum falið að hafa umsjón með málstofunni og gæta þess að að sem flest sjónarmið komi fram um málið. Þegar skoðanir hafa allar komið fram sér kennari eða nemandi um að stjórna skipulegum skoðanaskiptum ekki ólíkt samræðuaðferðinni (stýrð umræða) en þar eru fjórir áfangar sem gott er að hafa í huga:

1) Upphaf ( entry) þar sem athygli nemenda er beint að viðfangsefninu.
2) Reglur og útskýringar (clarification) þá er farið yfir þær reglur sem kennarinn vill að hafðar séu í heiðri í umræðunni.
3) Könnun málsins (investigation) er aðalkafli umræðunnar. Kennarinn varpar fram spurningum sem mögulega vekja nemendur til umhugsunar og fá þá til að velta viðfangsefninu fyrir sér og skiptast á skoðunum. Hér skiptir einnig máli að reyna að virkja sem flesta nemendur og skapa þægilegt andrúmsloft sem veitir frjálsa umræðu.
4) Niðurlag (closure) þar sem niðurstöður eru teknar saman í lokin og upplagt er að reyna að tengja þær við annað efni s.s. lesefni eða næstu verkefni.

Skildu eftir svar