Your site
15. janúar, 2025 09:49

Leiðarbækur/dagbækur

Tilgangur

Úrvinnsla námsefnis

Virkni nemenda

Sjálfstæðir og virkir

Markmið

Er að nemendur fylgist með eigin námi og hugsunum sínum um námið.  Leiðarbókin getur verið um námið í heild sinni eða um einstaka þætti námsins.

Lýsing

Bókin er kynnt í upphafi námskeiðis.  Bókinni er ætlað að halda utan um það nám sem fer fram í námskeiðinu. Nemendur geta skrifað í bókina það sem fram fer í hverri kennslustund eða hverri viku og vangaveltur sínar um það sem efni sem verið er að fjalla hverju sinni. Bókin ætti að vera persónuleg og innihalda skoðanir og hugsanir nemenda. Tilgangurinn er ekki einungis að skrifa  niður allt sem gerist í kennslustundum heldur að kafa dýpra í það hvernig það nýtist nemanda eða hvernig honum finnst að það mætti vera öðru vísi.  Til að auka líkurnar á að ná fram persónulegu tengingunni er hægt að hvetja neemndur til að fjalla sérstaklega um það sem vekur þeira áhuga á einhvern hátt.

Það er hægt að setja bækurnar upp á mismunandi hátt og það er hægt að hafa þær til námsmats eða einungis til að hvetja nemendur áfram í náminu. Það er hins vegar hætt við að ef nemandinn þarf ekki að sýna fram á að bókin hafi verið gerð að hann geri ekki bókina og verði þannig af því námi sem hún býður upp á.

 

Skildu eftir svar