Your site
15. janúar, 2025 08:56

Lausnarleitarnám (Problem-based learning)

Markmið

Markmið aðferðarinnar er að stuðla að sjálfstæði í námi og búa nemendur undir að takast á við flókin viðfangsefni og leysa þau. Til að gera það þurfa nemendur að kryfja mál og afla sér þekkingar svo að þeir geti fundið lausn á málinu. Í þessu felst að veita nemendum tækifæri til að takast á við raunveruleg vandamál sem tengjast væntanlegum starfsvettvangi þeirra. Vandamálið þarf að endurspegla það sem gerist við raunverulegar aðstæður.

Þessi aðferð er notuð til að virkja nemendur enn betur í náminu.

 

Lýsing

Það sem felst í þessari kennsluaðferð eru umræður og þekkingarleit til lausnar á raunverulegum vandamálum. Þetta fer fram í litum hópum (5-8 manns) og er kennarinn leiðbeinandi um aðferðina en finnur ekki lausnina fyrir hópana. Kennarar kynna nemendum vandamál og nemendur vinna í hópum við að skilgreina þau, rannsaka, ræða um þau, útskýra og móta hugsanlega skýringu, lausn eða ráðleggingu.

Í upphafi setja nemendur fram spurningar sem þarf að svara:

  • Hvað vitum við?
  • Hvað þurfum við að vita?
  • Hvað eigum við að gera?

Svona getur vinnulaginu verið háttað:

  1. Kynning á vandamálinu. Kennari kynnir fyrir nemendum vandamálin.
  2. Nemendur búa til lista yfir það sem vitað er um viðfangsefnið.
  3. Skýrsla um vandamálið útbúin jafnóðum. Þessi skýrsla inniheldur lýsingu á því hvað nemendurnir vita.
  4. Búinn til listi yfir það sem þarf að skoða. Nemendur þurfa að leita að upplýsingum um vandamálið.
  5. Búinn til listi yfir hugsanlegar aðgerðir, valkosti, úrlaunir eða kenningar.
  6. Kynning á úrlausninni og þeim gögnum sem styðja hana. Hérna á að koma fram lýsing á vandamálinu, spurningar, gagnasafn, skilgreiningu á gögnum og röksemdir fyrir þeim lausnum eða ráðleggingum sem byggjast á úrlausn þeirra ganga sem safnað hefur verið.

 

Athugasemdir

Á þeim stöðum þar sem lausnaleitanám er notað virðast bæði kennarar og nemendur ánægðir með árangurinn. Þetta nám gerir meiri kröfur til nemenda að margra mati. Einnig telja margir að kennslan verði mun líflegri og líkari þeim starfsvettvangi sem nemendur eiga eftir að starfa á að námi loknu.

Hlutverk kennarans er að hjálpa til og leiðbeina ef þess þarf en ekki að vera þátttakandi. Þeir veita nemendum uppörvandi endurgjöf og hvetja nemendur. Þeir vita hvenær þeir eiga að blanda sér í umræður nemenda og einnig hvenær þeir eiga að halda sig til hlés.

 

Heimildir:

http://www.pbl.is/hvad.htm

Skildu eftir svar