Your site
21. desember, 2024 14:13

Hvernig setur þú innihald inn á vefi?

woman in white long sleeve shirt using macbook pro
Photo by PNW Production on Pexels.com

Flest kerfi sem hafa það hlutverk að birta efni á vefnum nýta s.k. html staðal til að birta efnið. Flest fela þó þennan staðal og leyfa notendum að vinna á svipaðan hátt og þeir eru vanir í gegnum notkun sína á ritvinnsluforritum.

Málið vandast þó alltaf vilji maður bæta við einhverju öðru en texta í síðuna sem maður er að vinna með.

Vefurinn býður uppá að við birtum alls konar efni í síðunum okkar:

  • myndir
  • myndbönd
  • glærusýningar
  • önnur textaskjöl
  • hljóð
  • lifandi lista af öðrum síðum (t.d. nýjustu fréttir á mbl.is eða lista yfir gagnlegar vefsíður sem tengjast tilteknu sviði)

Það er nauðsynlegt fyrir kennara að kunna að setja slíkt efni inn í þau kerfi sem hann/hún notar. Í grundvallar atriðum er um tvær leiðir að ræða

1) Insert / Upload: Hlaða mynd eða skjali upp á vefþjóna þjónustunnar sem þú notar svo myndin birtist á síðunni. (Aðgerðin líkist því að setja skjal sem viðhengi í tölvupóst) 

2) Embed: Greipa/ívefja mynd/skjal/þjónustu sem er geymd annarsstaðar á vefnum. (Sem dæmi að nota mynd sem annar hefur tekið og er geymd á Flickr þjónustunni, eða setja YouTube myndband inn í færslu á vefnum.

Margar vefþjónustur bjóða uppá að maður greipi (e. Embed) innihald af þeirra þjónusti á aðra vefi. Þannig eru t.d. myndbönd sett inn á vefsíður. En við erum ekki bundin við myndbönd, þetta geta verið myndasýningar (Slideshow), Glærukynningar (Powerpoint Presentation), aðrar tegundir af kynningum, textaskjöl, hlóðskrár.

Í öllum tilfellum er það HTML skipunin <Embed> sem er notuð til að koma þessu til leiðar. Það getur komið uppá að ólíkar þjónustur leyfi ekki allar tegundir af s.k. „Embeddum“. Þannig að sú þjónusta sem þú notar gæti – eftir atvikum – ekki leyft ákveðna tegund birtingar.

Það sem þú þarft að læra er

a) að greipa/ívefja efni í það vefumhverfi sem þú vinnur með og

b) hvernig þú nærð í <Embed> kóðann hjá þjónustunum sem þú notar.

Þú gætir t.d. leitað eftir:

Sum kerfi eru farin að sjá um þetta fyrir þig sjálf… Þannig að það er nóg að skeyta (Paste) slóðinni í efnið beint inn í síðuna og vefumsjónarkerfið breytir því í greipað/ívafið efni, þannig birtist myndin eða myndskeiðið af sjálfu sér. EN það er ekki víst að það virki á öllum útgáfum á vefnum. Námsumsjónarkerfið Canvas gerit þetta að hluta, en það virkar ekki á appinu fyrir síma og spjaldtölvur, þannig að aðeins þeir sem skoða síðuna í gegnum tölvu sjá mynd af myndskeiðinu á skjánum, hinir sjá bara slóðina.

Þess vegna gætir þú þurft að kunna að greipa/ívefja efninu inn i síðuna.

  1. Í flestum tilfellum opnar þú efnið á viðkomandi vef, t.d. YouTube og velur skipunina til að deila (Share)
  2. Þá finnur þú staðinn þar sem kerfið gefur upp svo kallaðan „Embed kóða“
  3. Þú afritar þennan kóða
  4. Opnar svo síðuna í vefumsjónarkerfinu þar sem þú ætlar að greipa innihaldið inn og
  5. Velur annað hvort skipun um að greipa / ívefja inn efni: „Embed
  6. opnar síðuna þannig að þú sjáir HTML kóða síðunnar. Í Canvas heitir það „HTML-ritill“, í WordPress heitir það „Code editor“ Það hefur ólík nöfn í ólíkum kerfum.
  7. Þá þarftu að finna staðinn þar sem efnið á að fara inn í síðuna og skeyta (Paste) Embed kóðanum inn í kóða síðunnar. Þegar þú skoðar síðuna svo með hefðbundnum ritli eða vistar hana og skoðar hana eins og hún er tilbúin, birtist myndin eða myndskeiðið í allri sinni dýrð á sínum stað á síðunni.

Skildu eftir svar