Your site
21. desember, 2024 18:54

Open Space Technology

Open Space Technology er áhrifarík leið til að stuðla að lýðræðislegu og opnu samtali í hópum af öllum stærðum. Nú gefst Íslendingum tækifæri til að kynnast þessari aðferð af eigin raun á Heimsráðstefnu um Open Space (World Open Space On Open Space).

Aðferðin byggir á að opna rýmið og höfða til sjálfsábyrgðar fólks og gefa því tækifæri til að skipuleggja sín eigin samtöl. Þessi aðferð gagnast þegar hópar vilja ræða mál sem brenna á þeim og það þykir eftirsókknarvert að tryggja að raddir allra fái að heyrast. Þessi aðferð hefur verið notuð með góðum árangri þegar fyrirtæki og stofnanir vilja setja sér nýja stefnu, félagasamtök vilja ræða mál sem varða stóra hópa eða vinnustaðir þurfa að takast á við vandamál eða erfiðar áskoranir. Aðferðin tryggir að allir koma sínum viðhorfum á framfæri og gefa fólki tækifæri til að ræða málin frá mörgum sjónarhornum.

Dagana 22-24 október 2018 verður umrædd heimsráðstefna haldin Reykjavík. Þessi aðferð er nokkuð sem fullorðinsfræðari ætti að hafa í verkfærakistunni, því er full ástæða fyrir lesendur þessa vefs að leggja áherslu á að sækja ráðstefnuna.

Skildu eftir svar