Your site
21. janúar, 2025 12:22

Byrja að nota Turnit-In

Við námsbrautina Nám fullorðinna skila nemendur öllum verkefnum í gegnum verkefna skilakerfið Turnit-In

Nemandi notar sama aðgang gegnum allt nám í Háskóla Íslands.

Upplýsingar um aðganginn koma í tölvupósti frá „Turnitin No Reply“. Dæmi:

“To start using Turnitin, go to http://www.turnitin.com
and log in using the following temporary information:
Email address: “notendanafn@hi.is”
Password: 0p9od458 (dæmi um bráðabirgðalykilorð)”

Þessi póstur gæti lent í ruslpósti, það borgar sig að leita þar líka.

Nemendur sem eru ekki með virkt notendanafn við HÍ geta búið til aðgang og notað námskeiðsnúmer og sérstakan kóða til að skrá sig inn. Þeir fá þær upplýsingar frá kennara.

Fyrsta innskráning

  1. Nemandi skráir sig inn með „notendanafn@hi.is“ í Email-reit og
  2. í Password-reit setur hann lykilorðið sem fylgdi með í tölvupóstinum frá „Turnitin No Reply“.
  3. Við fyrstu innskráningu býr nemandi til nýtt lykilorð.

Ef lykilorð gleymist er hægt að búa til nýtt með Reset Password undir Log In-glugganum.

Innskráning eftir fyrstu innskráningu

  1. Fara á http://turnitin.com
  2. velja Log In
  3. setja „notendanafn@hi.is“ í Email-reit og
  4. lykilorðið sem búið var við fyrstu innskráningu í Password-reit.

Skila verkefni í Turnitin

  1. Nemandi skráir sig inn í Turnitin,
  2. smellir á nafn námskeiðs og
  3. smellir á nafn verkefnisins
  4. velur submit til að skila verkefni og fá um það skýrslu.

Nemandi getur eftir það endurskoðað verkefnið og skilað aftur með því að velja resubmit.

Leiðbeiningar um að setja inn skjal

http://turnitin.com/en_us/training/student-training/submitting-a-paper

Skildu eftir svar