Námskeiðið Gæðastjórnun fer af stað
Takk fyrir síðast á fyrsta fundi á námskeiðinu Gæðastjórnun í símenntun!
Hér er samantekt á þvi sem við ræddum og það sem ég bið ykkur um að gera næst
1) Til þess að komast almennilega af stað þyrftuð þið að skrá ykkur á nokkra staði
- Gerast meðlimir í vef námsbrautarinnar „Nám fullorðinna“
- Um það að skrá sig
- Um það að setja myndir af sér á prófílinn
- ATH það gæti verið að ég þurfi að samþykkja þig inn í á vefinn, þannig að þú gætir þurft að bíða með næsta atriði þangað til
- Sæktu svo um að gerast meðlimur í námskeiðshópnum okkar
2) Kíktu á Leslistann
3) Skoðaðu hugarkortið frá fundinum í gær og bættu við það
Horfðu á leiðbeiningar um hugarkortið:
Þú getur stækkað myndina með því að smella á pílurnar í hægra horninu neðst.
- Skráðu þig sem notandi í MindMeister (þá sjáum við hverju ÞÚ bættir við og getum skilið þegar þú gerir athugasemdir við eitthvað)
- Opnaðu hugarkortið
4) Lestu tvær greinar fyrir næsta fund
5) Verðið ykkur úti um aðal bókina:
- Kirkpatrick´s four levels… á Google books má blaða í henni, hún kostar ekki mikið og fæst sem Kindle bók, sem þú getur lesið á tölvunni og símanum
Þið skuluð eiga von á meira efni frá mér á næstu dögum.
Hikið ekki við að skrifa, tövlupóst, á Facebook eða í hópinn okkar á námsbrautuarvefnum. Ég mun á næstu dögum útskýra það helsta í tengslum við samvinnu okkar.
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.