Your site
21. desember, 2024 13:58

Hvernig býrð þú til bloggfærslu með WordPress

Þessi vefur er unninn með blogg kerfinu eða vefumsjónarkerfinu „WordPress“. Það býður uppá að allir þátttakendur á vefnum geti skrifað sínar eigin bloggfærslur og birt á vefnum, t.d. á námskeiðsvef þess námskeiðs sem þeir sækja þá stundina.

Það er einfalt að búa til nýja bloggfærslu:

  1. Þú þarft að vera skráð/ur inn á vefinn (ef þú sért skráð/ur inn er svört rönd efst á skjánum með nafni þínu og vonandi mynd.
  2. Smelltu á „nýtt“ fyrir miðri svörtu röndinni.
  3. Þá opnast nýtt viðmót með stórum auðum reit fyrir textann sem þú ætlar að skrifa (ritillinn)
  4. Byrjaðu á að gefa færslunni grípandi og skýran titil
  5. Skrifaðu færsluna
  6. Settu inn mynd
    1. Ef hún er á tölvunni þinni, þá staðsetur þú bendilinn þar sem myndin á að birtast og dregur myndina úr myndamöppunni þinni yfir á textareitinn
    2. Ef hún er á netinu (t.d. á Flickr eða WikiMedia) borgar sig að sækja svo kallaðan „Embed“ kóða og skeyta honum inn á réttan stað. En til þess þarftu að opna „texta viðmót“ ritilsins
      (Sjá flipann „Texti“ hér fyrir ofan ritvinnslutáknin)


      Þá finnur þú staðinn sem myndin á að birtast og skeytir kóðanum, sem þú sóttir á vefinn sem geymir myndina, þar inn.
    3. Lestu nánar um þessa aðferð hér
  7. Þegar færslan er tilbúin  þarf að flokka hana:
    1. Veldu flokk sem færslan á að birtast undir. Listi yfir mögulega flokka er að finna hægra megin við textareitinn
    2. Skráðu efnisorð (eða s.k. „tög“ / notendavalin efnisorð) listi byrjaðu að skrifa í reitinn hægra megin, fyrir neðan flokkana. Ef svipað efnisorð er þegar í kerfinu, kemur uppástunda um það fyrir neðan reitinn. Gott er að velja uppástungu, svo stafsetning sé eins hjá öllum sem nota sama efnisorð.
  8. Þá er bara að birta færsluna: Fyrir ofan reitinn með flokkunum er hnappur til að „Birta“ færsluna. Þar fyrir ofan eru valmöguleikar í tengslum við birtingu: Vista sem drög, birta aðeins fyrir notendum vefsins, tímasetja birtingu… Sjá líka hér
  9. Þá ertu búin/n að birta bloggfærslu

Skildu eftir svar