Your site
21. nóvember, 2024 09:20

Meira um fullorðna námsmenn

Fólk þarf alltaf að læra nýja hluti… alla ævi. Það þarf að takast á við verkefni sem tengjast ólíkum æviskeiðum, það er eins og hvert æviskeið hafi fólgin í sér viðfangsefni sem við þurfum að læra að takast á við og við lærum það ekki fyrr en að því kemur… Stundum þarf að takast á við breytingar á vinnustað. Það koma ný tæki, nýr hugbúnaður, nýjir samkeppnisaðilar og nýjar aðferðir til að gera hlutina og starfsfólk fyrirtækisins eða stofnunarinnar þarf að læra að bregðast við breytingunum, laga sig að þeim eða undirbúa sig fyrir þær.
Fólk lendir í krísum, það fær ný tækifæri eða þarf að „byrja upp á nýtt“, stofna ti nýrra sambanda, taka upp allt öðru vísi vinnu eða setjast að í ókunnu landi… Allt eru þetta viðfangsefni sem kalla á að fólk læri nýja hluti. Nái valdi á aðferðum, tungumálum, tækjum, eða tileinki sér ný viðhorf, auki hæfni sína og/eða leikni á tilteknum svæðum lífsins.

Fólk getur lært eitthvað af hendingu, eða það getur ákeðið að læra eitthvað. Nám sem fólk leggur á sig til að læra eitthvað nýtt getur verið skipulagt af þeim sjálfum eða af öðrum. Það er þessi hluti náms –  nám skipulagt af öðrum – sem kennslufræðin fæst við. Þegar við tölum um nám skipulagt fyrir fullorðna erum við að tala um breytingastarf, umbótastarf á vinnustað, ráðstefnur, fræðslufundi, fyrirlestra, námskeið og lengra nám við menntastofnanir. Þetta og meira flokkast undir nám skipulagt af öðrum fyrir fullorðna.  (Smelltu hér til að lesa meira um þetta.)

Þegar við ætlum að skipuleggja nám fyrir fullorðið fólk er gagnlegt að hafa einhverjar hugmyndir um sérkenni fullorðinna námsmanna. Rannsóknir hafa sýnt fram á það og reynsla allra sem koma að kennslu styður það að hver aldurshópur hefur sérstöðu, sem er gott að þekkja og skilja til að geta skipulagt nám fyrir aðra og kennt hverjum aldurshópi fyrir sig.

Malcolm Knowles er þekktur fyrir að hafa haldið því fram að fullorðnir læri öðruvísi, og þannig sett kennslufræði fullorðinna á kortið.

Fyrirlestur Hróbjarts um Andragogy Malcolm Knowles:

 photo FNA-Stadlota-Eitt-11.jpg

Hér má finna gamla upptöku af þessum fyrirlestri:

Þá er líka þess virði að hlusta á þennan TED fyrirlestur um ævinám – Lifelong Learning:

Skildu eftir svar