Your site
21. janúar, 2025 12:30

Bloggfærsla bara fyrir notendur vefsins

Ef þú vilt búa til bloggfærslu sem er aðeins sýnileg notendum vefsins, það er að segja nemendum á sama námskeiði og þú ert á og reyndar öllum þeim sem hafa verið á og eru á námskeiði við brautina, þá merkir þú póstinn sem „einkamál“ undir liðnum „Sýnileiki“.

Ef þér finnst það OF opið, getur þú lokað færslunni með lykilorði og gefið samnemendum upp lykilorðið.

Svona merkir þú póst sem einkamál

 

.1) Opnaðu póstinn og smelltu á tengilinn „Breyta“ móts við stillinguna „Sýnileiki“

.2) Veldu möguleikann „Einkamál“ ef allir sem eru skráðir inn á vefi námsbrautarinnar meiga lesa, annars „Varið með lykilorði“ ef þú vilt að enn færri geta lesið hann (Þá þarftu að gefa þeim lesendum lyklorðið 😉

Vistaðu svo breytingarnar með því að smella á bláa hnappinn rétt fyrir neðan „Uppfæra“

.3) Ef þú ætlar að breyta mörgum póstum í einu, velur þú viðkomandi pósta með því að haka fyrir frama nafn þeirra velur aðgerðina Breyta úr fellilistanum og smellir á hnappinn „Framkvæma“

.4) Þá breytist sýnin og þu færð lista yfir alla pósta sem á að breyta í einu og þú velur breytinguna sem þú vlit framkvæma. Í okkar tilfelli er fellilisti móts við stillinguna „Staða„, þar velur þú stillinguna „Einkamál“ og hakar svo við „Uppfæra“ hægra megin

 

Þannig getur þú stjórnað hverjir geta lesið póstana þína.

Skildu eftir svar