Your site
20. febrúar, 2024 22:20

Byrja, hætta, halda áfram (Start – Stop – Continue)

startstopcontinueByrja, hætta, halda áfram (start, stop, continue) er þekkt aðferð til að kanna á óformlegan hátt hug þátttakenda til námskeiðs um miðbik þess. Aðferðin gefur þátttakendum tækifæri til þess að láta í ljósi hvernig þeim líður á námskeiðinu og hvernig þeim finnst námskeiðið ganga.

Lýsing:

Þátttakendur eru beðnir um að svara þremur markvissum spurningum um viðhorf þeirra til framhald námskeiðsins:

  • Hvað á að byrja að gera?
  • Hvað á að halda áfram með?
  • Hvað á að hætta að gera?

Framkvæmd:

Leiðbeinandi biður nemendur í lok kennslustundar að svara spurningunum hver fyrir sig á miða og skila. Fyrir næstu kennslustund tekur leiðbeinandi saman niðurstöður í töflu t.d. í Excel og í upphafi næstu kennslustundar fer leiðbeinandi yfir svörin með hópnum og þau tekin til umræðu.

Í umræðunni þarf að leiðbeinandi að benda á :

  • Möguleg misvísandi skilaboð, þar sem þátttakendur hafa misjafnar skoðanir á því hvernig námskeiðið gengur og misjafnar ráðleggingar, t.a.m. gæti hentað sumum að fara hægar yfir efnið en aðrir vilja fara hraðar. Með því að benda á slíkt er hægt að auka skilning þátttakenda á mismunandi þörfum innan hópsins.
  • Hverju er mögulega hægt að breyta og hvernig leiðbeinandi getur komið til móts við óskir þátttakenda.
  • Óskir um breytingar sem ekki er hægt að verða við og útskýra hvers vegna ekki, það getur aukið skilning þátttakenda á t.d. vali á kennsluaðferðum eða verkefnum.

Hér fyrir neðan er dæmi um hvernig „Start, stop, continue“ samantektartafla getur litið út:

Start Stop Continue
Hraðari yfirferð námsefnis Of mörg verkefni Bjóða fram aðstoð/gott aðgengi að leiðbeinanda.
Setja glærur á netið fyrir tíma Senda marga pósta á nemendur Leggja fram svör við dæmum
Fleiri æfingardæmi Endurtekning námsefnis Spurningar til nemenda um hvernig gengur.

 

Aðrar útfærslur:

Þessi aðferð er einnig gagnleg í hópavinnu t.a.m. á vinnustöðum, þegar starfshópur þarf að endurmeta eða endurbæta samstarf sitt og vill skoða það sem áunnist hefur og hvað þarf að gera til að klára verkefni.

Aðferðina má útfæra í hópavinnu með því að hengja upp þrjú veggspjöld, eitt fyrir hverja spurningu. Þátttakendur fá spjöld/post-it miða til að skrifa á svör við spurningunum. Hver og einn ígrundar og skrifar fyrir sig og eftir fyrirfram ákveðinn tíma eru svörin hengd upp á veggspjöldin. Svörin eru þá flokkuð í þemu og ef þau eru ólík og mörg er hægt að láta hópinn forgangsraða með límmiðum. Að lokum er útkoman rædd í hópnum og næstu skref ákveðin.

Af hverju?

Þessi aðferð er góð leið til að fá viðbrögð frá þátttakendum áður en námskeiði er lokið og koma þannig í veg fyrir að óánægja með námskeið byggist upp. Jafnframt   gefst tækifæri il að bregðast við ábendingum og betrumbæta námskeiðið ef þörf er á.

 

Heimildir og ítarefni:

http://www.bu.edu/ctl/teaching-resources/start-stop-continue/

https://www.retrium.com/resources/techniques/start-stop-continue

http://www.people-results.com/start-stop-continue/

 

Skildu eftir svar