Your site
28. mars, 2024 09:45

„Blossinn“

 

Markmið aðferðarinnar :

Markmið aðferðarinnar er að fá viðbrögð frá nemendum/þátttakendum á námskeiði.

Tilgangur:

Aðferðin er góð til að meta líðan fólks á námskeiði, hvernig því gengur og gefur þátttakendum tækifæri til að láta í ljós líðan sína.

Lýsing:

Í lok kennslustundar tekur þú frá cirka 10 mínútur. Þú biður þátttakendur, einn í einu, að segja þér og hinum á námskeiðinu, í mjög stuttu máli (ein til tvær setningar), hvernig þeir upplifðu kennslustundina. Ef  þú ert með hóp sem á erfitt með að tjá sig vegna einhverra ástæðna getur verið nóg að biðja fólk að segja einungis eitt orð – t.d. hvernig því líður. Biddu hvern og einn um að vera stuttorður.

Við hvaða hluta námskeiðs er aðferðin gagnleg:

Í lok kennslustundar eða námskeiðs.

Hvers vegna aðferðin nýtist til að ná tilskyldum árangri og hvaða áhrifa má reikna með að aðferðin hafi fyrir einstakling/hópa:

Aðferðin nýtist sem góð leið fyrir nemendur að ígrunda það sem þeir eru búnir að læra og gagnast einnig sem gagnleg leið fyrir kennara að meta nám nemenda sinn.

Athugasemdir:

Ekki greina eða túlka það sem fólk segir. Hér á kennarinn/leiðbeinandinn einungis að hlusta og segir ekkert, mesta lagi brosir og kinnkar kolli.

Aðferð: „Blossinn“

Flokkur: 4. Flokkur spurnaraðferðar skv. flokkunarkerfi Ingvars Sigurgeirsson

Tilgangur við kennslu: Allt neðangreint getur  átt við þegar aðferðin er notað

  • Úrvinnsla námsefnis
  • Upprifjun og minnisþjálfun
  • Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum
  • Kanna þekkingu – meta nám
  • Enda námskeið

 

Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Penni og blað fyrir kennarann. Got að skrifa niður (eftir að þátttakendur eru farnir) niðurstöðurnar úr blossanum. Þarna koma oft mjög gagnlegir punktar fyrir kennarann.
X Sjálfstæðir og virkir
X Virkir
x Kennari tekur við Tími

 

Síðustu 10 mín í lok tímans eða námskeiðs
Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hágmark
Nemendur Óvirkir

 

 

Heimildir:

Hróbjartur Árnason.(2001). Blossinn“- aðferð til að fá viðbrögð frá nemendum.Efni frá kennara á námskeiðinu Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum V 2016.

 

Skildu eftir svar