Your site
23. desember, 2024 13:48

Samvinnunám – (e. Cooperative Learning)

 

samvinnunám

Aðferð: Samvinnunám (Cooperative Learning). Unnt er að fræðast nánar um aðferðina á http://skolastofan.is/kennsluadferdavefurinn

Flokkur: Flokkur 8 – Hópvinnubrögð skv. flokkunarkerfi Ingvar Sigurgeirssonar (1999).

Tilgangur við kennslu:

  • Skapa námsandrúmsloft (upphaf)
  • Vekja áhuga
  • Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
  • Úrvinnsla námsefnis
  • Upprifjun og minnisþjálfun
  • Efla leikni
  • Tilbreyting
  • Kanna þekkingu

 

Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Viðeigandi umræða og námsefni. Huga að borðauppröðun t.d. hafa svokallaða fiskibeinauppröðun.
x Sjálfstæðir og virkir
x Virkir
x Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

40 mín eða lengur
Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda

2-4 í hóp

Lágmark Hámark
Nemendur Óvirkir 2 36

 

Markmið aðferðarinnar

Markmið aðferðarinnar er að stuðla að virkri þátttöku nemenda, efla samstarf og að allir fái jöfn tækifæri til að taka þátt. Þá styrkir aðferðin sjálfstæða hugsun, samskiptahæfni, úrvinnslu efnis og miðlun þess.

Lýsing

Samvinnunám er nokkurskonar regnhlífarhugtak yfir nám og kennslu þar sem nemendur vinna saman á markvissan hátt í hópum að lausn viðfangsefna. Þessi gerð vinnubragða eykur virðingu og samkennd meðal nemenda þar sem taka þarf tillit til skoðana og álits annarra. Við samvinnunám vinna nemendur í hópum og bera jafna ábyrgð á því að leysa það viðfangsefni sem þeir fá í hendurnar. Segja má að þeir séu þess vegna háðir vinnuframlagi hvers annars líkt og oft gerist í daglegu lífi. Samvinnunám hefur allaf bæði félagsleg og fræðileg markmið en margar rannsóknir hafa sýnt að aðferðin skilar nemendum góðum árangri í námsgreinum og er vel til þess fallin að auka félagslega færni þeirra, samvinnu, hjálpsemi, tillitssemi, þolinmæði og færni til að leysa ágreiningsmál.

Sé samvinnunám nýtt í kennslu þurfa nemendur að mynda sér skoðanir og setja þær fram. Jafnframt þurfa þeir að átta sig á að hægt er að sjá hlutina frá mismunandi sjónarhornum því fólk hefur mismunandi skoðanir á hlutunum.

Afbrigði

Mottuaðferðin er afbrigði af samvinnunámi og er bæði byggð á spjalli og ritun. Segja má að hún sé blanda þankahríðar og hugtakakorts. Hún reynist árangursrík til að fá nemendur til að dýpka þekkingu sína á ákveðnu viðfangsefni með því að ræða um það innan hópsins. Allir nemendur  eru virkir en ef einhver sýnir litla virkni þá tekur eftirtektarsamur kennari fljótega eftir því og getur þá gripið inn í og leitt viðkomandi aftur inn í starfið.  Nemendur vinna í hópum og fá A4 eða A3 blað sem kallast þá motta. Hver fyrir sig fær síðan tússlit eða penna í mismunandi lit. Þeir eru svo notaðir  til að skipta mottunni. Á miðju blaði býr einn þáttakandi til  form svo sem hring eða ferning og síðan er restinni af blaðinu skipt í jöfn hólf og það gerir hver með sínum lit svo sjáist að allir taki jafnan þátt. Hópurinn fær síðan viðfangsefni frá kennara þegar mottan er tilbúin.

*Hann hefur síðan tvær til þrjár mínútur til að velta efninu fyrir sér áður en allir byrja að skrifa.

* Þegar kennari gefur merki þá skráir hver nemandi hugmyndir sínar í sitt hólf á mottunni og hefur til þess 5-10 mínútur.* Að því loknu skoðar hópurinn saman þær hugmyndir sem koma fram og velja til dæmis þær úr sem eru sameiginlegar. Þær eru síðan skrifaðar á miðja mottuna.

Athugasemdir

Þessi aðferð er ekki ósjaldan notuð sem kveikja að verkefnum og er þá tilvalið að nota hana í upphafi kennslu. Hún er einnig kjörin til að brjóta upp fyrirlestra og fá fjölbreytni í kennsluna.

Hvers vegna að nota samvinnuaðferðir í kennslu fullorðinna?

Fyrir fullorðna námsmenn hlýtur að vera lærdómsríkt að vinna með öðrum sem jafnvel eru  að vinna í sömu starfsgrein. Þar með kynnst þeir, miðla af reynslu sinni, útvíkka þekkingu sína og jafnvel þróast tengslanet í kjölfarið.  Þá felst ákveðinn styrkur í því að læra sama í hópi sem vinnur að sameiginlegu markmiði.

 

 

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson (1999). Að mörgu er að hyggja. Handbók um undirbúning kennslu. [3.  útgáfa]. Reykjavík: Æskan.

Kagan. Publishing and Professional Development. (Án ártals). Sótt af http://www.kaganonline.com/

Kennsluaðferðavefurinn. (2002) Upplýsingabanki um kennslufræði, einkum kennsluaðferðir og námsmat. Sótt af http://skolastofan.is/kennsluadferdavefurinn

Sigrún Björk Cortes, Björgvin Ívar Guðbrandsson, Margrét Hugadóttir og Torfi Hjartarson. (2016) Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun. Kópavogur: Menntamálastofnun.

 

Skildu eftir svar