Your site
22. janúar, 2025 00:28

Hlutverkaleikir

hlutverkaleikur

Aðferð: Hlutverkaleikir

Flokkur: Samkvæmt flokkunarkerfi Ingvars Sigurgeirssonar (2013) flokkast hlutverkaleikir undir flokkin: Þrautalausnir

Tilgangur við kennslu:

  • Vekja áhuga
  • Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
  • Úrvinnsla námsefnis
  • Upprifjun og minnisþjálfun
  • Efla leikni
  • Tilbreyting
  • Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum
  • Kanna þekkingu – meta nám
  • Hópavinna
  • Samvinna
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Fer eftir eðli verkefnis. Þægilegt og rólegt umhverfi. Traust hefur myndast milli nemenda.
X Sjálfstæðir og virkir
X Virkir
/ Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

10 mínútur
X Nemendur taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hágmark
  Nemendur óvirkir 2 Fer eftir verkefni

 

Markmið aðferðarinnar

Markmið aðferðarinnar er að virkja nemendur, þjálfa rökhugsun ásamt því að þjálfa þá í að takast á við ýmsar aðstæður og finna út hvaða aðferð og nálganir virka best. Markmið hlutverkaleiks er jafnframt að nemandi sé ekki einungis að bæta sína færni heldur sé hann betur undir það búinn að setja sig í spor hins aðilans (Ingvar Sigurgeirsson, 2013).

Lýsing

Hlutverkaleikur byggist upp á því að nemendur setja sig í spor annarra og leysa úr einhverju ákveðnu máli með því að setja upp leikþátt. Unnið er að því að skilja ólík sjónarmið, tilfinningar hins aðilans ásamt viðhorfi. Hlutverkaleikur felur í sér markvissa þjálfun fyrir nemendur í að ræða, kanna og meta ólíkar lausnir og nálganir á ákveðnu máli, út frá ólíkum sjónarhornum. Í lok hlutverkaleiks er umræður myndaðar um atvikið (Ingvar Sigurgeirsson, 2013; Blatner, 2009).

Gott er að hafa uppsetningu á hlutverkaleik eftirfarandi:

  1. Kynning á efninu
  2. Val á leikurum
  3. Undirbúningur leikara
  4. Undirbúningur áhorfenda
  5. Hlutverkaleikur
  6. Umræður
  7. Endurtekning – Ef umræðan í lið númer 6 er þess eðlis þá er hægt að endurtaka hlutverkaleik og fá ný sjónarhorn á atvikið.
  8. Umræður

Afhverju að nota hlutverkaleik í fullorðinsfræðslu?

Að nota hlutverkaleik sem kennsluaðferð í fræðslu fyrir foreldra getur verið mjög gagnlegt. Þar geta foreldrar æft möguleg ágreiningsmál sem geta komið upp ásamt því að þeir geta eflt færni sína í að setja sig í spor barna sinna.

Athugasemdir

Ljóst er að hlutverkaleikur er góð aðferð til að nemendur geti sett sig í spor annarra og meti aðstæður út frá ólíkum sjónarmiðum. Hinsvegar er það hlutverk kennarans að meta hvort hópurinn sem verið er að kenna sé tilbúinn í þessa aðferð og mikilvægt er að byggja upp traust innan hópsins áður en farið er í hlutverkaleik.

Mikilvægt er að kennari útskýri hlutverkaleikinn áður en hafist er handa, láti vita að ef nemendur séu ekki tilbúnir til að taka þátt að þá sé það allt í lagi. Í staðin fyrir að kennari velji nemendur til að taka þátt í leikþættinum að þá biður hann um sjálfboðaliða. Ef enginn býður sig fram er gott að vera með varaplan sem hægt er að grípa til (Müller, 1990).

Heimildir

Blatner, A (2009, 18 október). Role playing in education. Sótt af: http://www.blatner.com/adam/pdntbk/rlplayedu.html.

Ingvar Sigurgeirsson. (2013). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Iðnú.

Müller K. R. (1990). Methodik. Praxis Hilfen, gefið út af Grundlagen der Weiterbildung e.V., Neu wie d 1990. Teil 7.40.10 Þýtt og endursagt Hróbjartur Árnason 2016.

Skildu eftir svar