Your site
30. desember, 2024 17:03

Umræðu- og spurnaraðferð

umræðu- og spurnaraðferðir

Aðferð: Spurnaraðferðir

Flokkur: Umræðu- og spurnaraðferðir https://notendur.hi.is/ingvars/kennsluadferdir/spurnaradferdir.htm

Tilgangur við kennslu:

  • Skapa námsandrúmsloft (upphaf)
  • Vekja áhuga
  • Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
  • Úrvinnsla námsefnis
  • Upprifjun og minnisþjálfun
  • Efla leikni
  • Tilbreyting
  • Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum
  • Kanna þekkingu
  • Auka virkni nemenda
  • Auka samræðu

 

Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Námsefni við hæfi, lykilspurningar, huga að uppröðun borða sbr. raða í skeifu eða þannig að nemendur sjái framan í hver annan.
X Sjálfstæðir og virkir
X Virkir
X Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Getur verið frá 1 tíma upp í fleiri tíma
X Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark hámark
Nemendur Óvirkir 4-6 25

Markmið aðferðarinnar

Markmið spurnaraðferða er að virkja sem flesta nemendur og skapa umræður sem efla skilning þeirra á ákveðnu viðfangsefni og skapa nýja þekkingu. Ennfremur að fá nemendur til að færa rök fyrir máli sínu og draga eigin ályktanir eða brjóta viðfangsefni til mergjar. Reynt að kalla fram fjölbreyttar og spennandi hugmyndir hjá þátttakendum

 

Lýsing

Spurnaraðferðir eru ekki ólíkar samræðuaðferð (stýrð umræða) en þó er gengið markvissar til verks með spurnaraðferðum. Hlutverk kennarans er að fá sem flesta nemendur til að taka þátt með því að beina til þeirra markvissum spurningum sem oft eru kallaðar lykilspurningar (e. key questions). Oft fylgir kennarinn því ákveðnu skipulagi og spyr þá fyrst opinna spurninga sem þjóna því hlutverki að vekja áhuga, fá hugmyndir frá nemendum og tillögur. Oft má hefja umræður með því að deila sameiginlegri reynslu sem tengist viðfangsefninu, fá fram viðbrögð við spurningu eða vísa til námsefnis. Síðan eru nemendur spurðir spurninga sem miða að því að fá þá til að velta fyrir sér þeim atriðum sem hafa komið fram og flokka þau, vega og meta lausnir og hugmyndir og forgangsraða þeim eða tengja við kenningar og hugtök. Lokaspurningum er síðan ætlað að draga saman niðurstöður.

 

Flestar spurnaraðferðir byrja á þankahríð (e. brain storming) sem getur til dæmis komið að góðu gagni þegar byrja skal á nýju viðfangsefni. Með þankahríð koma nemendur með fjölbreyttar og spennandi lausnir og hugmyndir á einhverju ákveðnu efni. Þeir eru hvattir til að vera frjóir í hugsun og vera óhræddir við að segja það sem þeim dettur í hug. Allar hugmyndir eru svo skráðar niður eða búið til hugarkort jafnóðum og þær líta dagsins ljós og í kjölfarið má hvetja nemendur til að ræða á gagnrýninn hátt um afrakstur þankahríðarinnar.

 

Afbrigði

Málstofur (e. seminar methods) er algeng kennsluaðferð í mörgum háskólum. Þar á sameiginleg athugun á tilteknu viðfangsefni eða vandamáli sér stað. Þegar stjórnendur mólstofa hafa gert grein fyrir viðfangsefni hennar fara af stað markviss skoðanaskipti undir stjórn kennara eða nemenda. Nánari upplýsingar um málstofur er að finna á þessari slóð http:/www.brunel.ac.uk/learnhigher/participating-in-seminars/what-is-the-point-of-seminars.shtml

Af hverju að nota spurnaraðferðir í fullorðinsfræðslu?

Spurnaraðaferð hentar vel til að hrista saman hóp og fá fólk til að tjá sig um það sem tekið er fyrir hverju sinni. Aðferðin eykur virkni þátttakenda, tekur tillit til reynslu þeirra og eflir sjálfstæða hugsun. Með aðferðinni geta nemendur uppgötvað nýjar leiðir til að fræðast og öðlast dýpri sjálfsþekkingu. Jafnframt ættu þeir að þjálfast í liðsheild.

 

Athugasemd

Kennarinn gegnir mikilvægu hlutverki í notkun aðferðarinnar. Hann þarf að vera fær um að stjórna umræðum svo vel sé og hvetja nemendur til þess að taka þátt. Ennfremur þarf hann að sjá til þess að leiða umræðurnar aftur að viðfangsefninu ef nemendur fara út í aðra sálma. Kostur er að námsumhverfið sé hlýlegt og leitast þarf við að láta nemendum líða vel svo þeir séu óþvingaðir og taki þátt í umræðum af áhuga og gleði. Segja má að ókostir kennsluaðferðarinnar séu þeir að nemendur, þrátt fyrir að vera orðnir fullorðnir, verða stundum feimnir eða óframfærnir og eiga þar af leiðandi erfitt með að taka þátt og tjá sig, sér í lagi ef þeir þekkja samnemendur sína lítið eða ekki. Eins ber að hafa í huga að fullorðnir nemendur eiga stundum erfitt með að tjá sig af ótta við að segja eitthvað rangt.

 

Heimildir

Huang. L.S. (2005). Fine-tuning the craft of teaching by discussion. Business Communication             Quarterly, 68(4), 492-500. doi:10.1177/108056990506800409

Ingvar Sigurgeirsson (1999). Að mörgu er að hyggja. Handbók um undirbúning kennslu.

[3. útgáfa]. Reykjavík: Æskan.

Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan.

Kennsluaðferðavefurinn. (2011). Upplýsingabanki um kennslufræði, einkum kennsluaðferðir          og námsmat. Sótt af              https://notendur.hi.is/ingvars/kennsluadferdir/kennsluadferdirnar.htm

Sigrún Björk Cortes, Björgvin Ívar Guðbrandsson, Margrét Hugadóttir og Torfi Hjartarson.                 (2016) Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun.                      Kópavogur: Menntamálastofnun.

Skildu eftir svar