Your site
21. desember, 2024 16:36

Vinnustaðanám: Learning through work: workplace affordances and individual engagement

Billett, Stephen. „Learning through work: workplace affordances and individual engagement.“ Journal of workplace learning 13.5 (2001): 209-214. 422 tilvitnanir

Samkvæmt leit á www.scholar.google.com hafa 422 aðrir vitnað í greinina.

Höfundur og listi yfir helstu greinar: 

Höfundar hennar er: Stephen Billet er prófessor við Griffith háskólann í Brisbane, Ástralíu. Hann hefur frá árinu 1992 rannsakað vinnustaðanám. Hann hefur m.a. starfað við kennslu, skipulagningu náms og stefnumótun í ástralska menntakerfinu. Frá árinu 1992 hefur hann verið mjög virkur fræðimaður á sviði vinnustaðanáms og er töluvert vitnað hans skrif. Flestar greinar sem hann hefur birt snúa að vinnustaðanámi en margar þeirra fjalla um hagnýtar aðferðir tengdar vinnustaðanámi:

Billett, Stephen. „Workplace participatory practices: Conceptualising workplaces as learning environments.“ Journal of workplace learning 16.6 (2004): 312-324. 436 tilvitnanir

Billett, Stephen. „Guided learning at work.“ Journal of Workplace learning12.7 (2000): 272-285. 367 tilvitnanir

Billett, Stephen. „Critiquing workplace learning discourses: participation and continuity at work.“ Studies in the Education of Adults 34.1 (2002): 56-67. 308 tilvitnanir

Billett, Stephen. „Knowing in practice: Re-conceptualising vocational expertise.“ Learning and instruction 11.6 (2001): 431-452. 302 tilvitnanir

Billett, Stephen. „Toward a workplace pedagogy: Guidance, participation, and engagement.“ Adult education quarterly 53.1 (2002): 27-43. 293 tilvitnanir

Billett, Stephen. „Workplace pedagogic practices: Co–participation and learning.“ British Journal of Educational Studies 50.4 (2002): 457-481. 253 tilvitnanir

Billett, Stephen. „Constituting the workplace curriculum.“ Journal of curriculum studies 38.1 (2006): 31-48. 197 tilvitnanir

Billett, Stephen. „Learning throughout working life: Interdependencies at work.“ Studies in continuing education 23.1 (2001): 19-35. 188 tilvitnanir

Billett, Stephen. „Learning throughout working life: a relational interdependence between personal and social agency.“ British Journal of Educational Studies 56.1 (2008): 39-58. 126 tilvitnanir

Ritrýni rannsóknargreinar

Útdráttur

Í greininni er gert grein fyrir þeim þáttum sem hafa áhrif á þróun náms á vinnustöðum. í greininni er sérstaklega einblínt á samspil tveggja þátta í vinnustaðanámi. Það er, hvernig vinnustaðir veita einstaklingum tækifæri til að læra og það hvernig starfsmenn velja að taka þátt í verkefnum á vinnustað sem veita tækifæri til náms og vinna úr þeirri leiðsögn sem er veitt á vinnustaðnum. Að mati höfundar er það lykilatriði að greina samspil þessa tveggja þátta þegar við viljum skilja hvers konar nám vinnustaðir geta veitt og hvernig auka á gæði þess náms sem fer fram á vinnustöðum. Það, hversu viljugir vinnustaðir eru að veita einstaklingum tækifæri til að taka þátt í verkefnum með stuðningi hefur bein áhrif á gæði þess náms sem fer fram á vinnustöðum. Þetta getur einnig haft jákvæð áhrif og ýtt undir áhuga og þátttöku starfsmanna. Það er þó  alltaf háð því hversu áhugasamir starfsmenn eru um starfið sitt og þau verkefni sem starfið fela í sér.

Hverju segjast höfundar bæta við umræðuna um viðfangsefnið?

Niðurstöður þessa rannsókna sem lýst er og vísað er í í þessari grein veita góða innsýn í það hvernig vinnustaðir geta orðið vettvangur þar sem starfsmenn geta þróað og aukið þekkingu sem gagnast bæði vinnustaðnum sem og þeim sem þar starfa.

Umfjöllunarefni

Það hvernig vinnustöðum tekst til að skapa lærdómsumhverfi ásamt því hversu viljugir starfsmenn eru að nýta sér þau tækifæri og þann stuðning til vinnustaðanáms sem bjóðast eru lykilatriði þegar kemur að því að skilja vinnustaði sem lærdómsumhverfi. Samspil þess lærdómsumhverfis sem vinnustaðir bjóða starfsmönnum ásamt það hversu viljugir starfsmenn eru að nýta sér það eru atriði sem geta varpað ljósi á það hvers konar lærdómsumhverfi hægt er að skapa á vinnustöðum. Þá virðist svo vera að það hversu viljugir vinnustaðir eru að bjóða upp á lærdómstækifæri og á sama tíma veita stuðning fyrir þá einstaklinga sem taka þátt eru lykilatriði sem hafa hvað mest áhrif á gæði þess náms sem fer fram á vinnustöðum. Höfundur færir rök fyrir ofangreindu og vísar því til stuðnings í fyrri skrif og rannsóknir. Í greininni gerir Billet grein fyrir eldri rannsóknum á viðfangsefninu og dregur saman niðurstöður tveggja rannsókna sem hann byggir þessa grein á. Í eldri rannsókn gat hann ekki útskýrt misgóða útkomu í vinnustaðanámi með öðrum þáttum en því hversu reiðubúið fyrirtækið var að veita lærdómstækifæri í verkefnum á vinnustað samhliða leiðsögn og stuðning. Svo virðist sem á þeim vinnustöðum þar sem starfsfólki var veitt flest lærdómstækifæri var hægt að greina meiri framþróun og þar var gæði náms einnig meira.

Helstu niðurstöður

Rannsókn Billett og Hayes (2000) rannsakaði afrakstur þess náms sem fer fram á vinnustöðum án þess að vera sérstaklega skipulagt sem nám (t.d. dagleg verkefni, hlusta og fylgjast með samstarfsmönnum eða því sem fer fram á vinnustaðnum). Þá rannsakaði Billet einnig það nám sem var sérstaklega skilgreint, skipulagt og mælt sem slíkt í þeim tilgangi að veita þekkingu sem er nauðsynleg fyrir starfið.

Rannsóknin fól í sér mánaðarleg viðtöl á sex mánaða tímabili þar sem viðmælendur fengu að segja frá og gefa viðbrögð við nýlegum verkefnum á vinnustaðnum.

Starfsmenn voru spurðir út í það hvað eða hver hafði hjálpað þeim við að ljúka verkefni eða, hvað þau hefðu þurft meira af til að geta lokið við verkefnið. Rannsakendur greindu einnig vinnustaðina og hvernig vinnustaðanám var veitt á hverjum vinnustað fyrir sig.

Niðurstöður rannsókna Billet sýna að þar sem stuðningur við vinnustaðanám er mikill er afrakstur náms einnig meiri. Á þeim vinnustöðum þar sem hægt er að greina ríka lærdómsmenningu er þó hægt að greina tilvik þar sem einstaka starfsmenn vinna gegn vinnustaðamenningunni.  Mætti því færa rök fyrir því að það að vinnustaðurinn skapi gott lærdómsumhverfi og bjóði starfsmönnum tækifæri til náms og stuðning samhliða því dugi ekki alltaf til. Ef um er að ræða starfsmenn sem vilja ekki og hafa ekki áhuga á að tileinka sér og nýta sér það nám sem fer fram á vinnustaðnum getur gott lærdómsumhverfi og vinnustaðamenning sem styður við vinnustaðanám ekki ýtt undir gæði vinnustaðanáms.

Untitled drawing (1)

Á myndinni sýnir Billett samspil tveggja þátta er varða þátttöku í vinnustaðanámi. Í vinstri hringnum þeir þættir sem vinnustaðurinn getur veitt og afrakstur náms sem verður til þegar starfsmenn taka þátt í þeim hægri.

 

Til þess að auka gæði vinnustaðanáms þarf að huga að eftirfarandi atriðum:

  • Stjórnendur þurfa að þróa og innleiða vinnuumhverfi sem hvetur starfsmenn til náms
  • Skipuleggja þarf vinnustaðanám sem mætir þörfum fyrirtækisins og tekur mið af áhuga og vilja starfsmanna sem og leiðbeinenda hverju sinni
  • Fyrirtæki þurfa að hvetja starfsmenn til þátttöku í vinnustaðanámi
  • Vanda þarf valið á leiðbeinendum en einnig þarf að huga vel að þjálfun þeirra

Ef hugað er að ofangreindum atriðum eykur það líkur því að fyrirtæki verði vettvangur þar sem þekking sem gagnast bæði fyrirtækinu og starfsmönnum þróast og eykst.

Mín umfjöllun um greinina

Greinin er mjög aðgengileg og skemmtileg aflestrar. Ég hefði ef til vill valið aðra grein þar sem fjallað er nánar um rannsóknina og niðurstöðurnar en í þessari grein eru niðurstöður fyrri rannsókna og greina dregin saman og þær niðurstöður settar fram á hagnýtan máta. Greinin veitir góð og hagnýt ráð fyrir þá sem eru að huga að vinnustaðanámi á kostnað fræðilegrar umfjöllunar.

 

Heimildir

Billett, S. (2001). Learning through work: workplace affordances and individual engagement. Journal of workplace learning, 13(5), 209-214.

Billett, S., & Hayes, S. (2000). Meeting the Demand. The Needs of Vocational Education and Training Clients: An Overview. National Centre for Vocational Education Research, 252 Kensington Road, Leabrook, South Australia 5068, Australia.

 

Skildu eftir svar