Your site
21. desember, 2024 16:13

Pælingar um snjó og námsumhverfi

snjor-yfir-hafnarfirdiLoftið var kyrrt, þykkur snjórinn lág yfir öllu, og frekar erfitt að fóta sig eftir göngustúgunum. En til allrar hamingju hafði einhver á vélsleða ekið eftir sumum þeirra, þannig varð leiðin greiðari fyrir mig og ferfætlinginn sem fylgdi mér á kvöldgöngunni í gær.
Ég tók eftir að hljóðið í því fólki sem ég varð var í á leið minni var bjart og jákvætt. Fólk að hlægja og gera að gamni sínu, eða bara að hjala saman á glettnum nótum.
Það var eins og breytt umhverfi, með 30-40 sm jafnföllnum snó yfir öllu hafi breytt samskiptum fólks. Konan mín sat í rútu á leið frá Keflavíkurflugvelli og þar sem rútan þokaðist hægt eftir Reykjanesbrautinni, hægar en venjulega voru ókunnugir farnir að tala saman, ekki bara tveir og tveir heldur stækkuðu hóparnir: Jákvæðar samræður um heima og geima.
Piltar-i-Snjo
Á göngustígnum lágu unglingspiltar með sleðana sína og gerðu að gamni sínu, ávörpuðu herrann á kvöldgöngunni léttir í lund, venjulega hunsar fólk aðra sem það mætir á göngustígunum, eða muldar í trefilinn stutt og óákveðið: „kvöldið“ og flýtir sér áfram.
Fyrir mann sem pælir í námi fullorðinna og veit að námsumhverfið skiptir máli, var þetta skondin upplifun sem vakti áleitnar spurningar. Hvað olli þessu sérstaka „andrúmslofti“ og hvað get ég lært af því? Ég fór að spyrja mig hvað fullorðiinsfræðarar geta gert til að skapa svona jákvætt andrúmsloft á þeim atburðum sem þeir stýra og eiga að stuðla að námi þátttakendanna. Getur verið að þegar aðstæður eru að einhverju leiti óvenjulegar eigi fólk auðveldara með að fara út úr skelinni og nálgast næsta mann? Getur verið að þegar umhverfið virðist aðeins öðru vísi en venjulga sé auðveldara að skapa jákvæðar umræður og fólki gengur betur að nálgast hvert annað? Getur verið að „áþreifanlegir hlutir“ eins og uppröðun borða, lykt, skreytingar á veggjum og hlóð eða tónlist geti búið til þannig aðstæður að þátttakendur eru tilbúnir að prófa nýja hluti í samskiptum og jafnvel læra eitthvað nýtt, prófa eitthvað sem þeir hafa ekki gert áður og taka áhættu?
Þótt námsumhverfið verði ekki mjög óvenjulegt verða sumir hlutar ráðstefnu um notkun upplýsingatækni til að styðja við nám fullorðinna í næstu viku eitthvað á nýjum nótum: tveir dagskrárliðir bjóða upp á virka þátttöku allra þar sem hver kennir öðrum: Kíktu á dagskránna og skráðu þig í dag!

Skildu eftir svar