Your site
16. september, 2024 03:43

Aðventuhittingur um fullorðinsfræðslu

Miðvikudaginn 9. desember kl. 9-11 í stofu H-001

í húsnæði Menntavísindsviðs við Stakkahlíð

Stadlota

Á staðlotu: Þátttakendur læra að nota leiki í fulloðrinsfræðslu og hvernig má búa til reynslu á námskeiðum sem þeir geta lært af.

Miðvikudaginn 9. desember verður morgunkaffi með núverandi og fyrrverandi nemendum á námskeiðum við námsbrautina Nám fullorðinna. Kjörið tækifæri til að hitta gamla vini og kunningja úr náminu og fá nýjar hugmyndir um fullorðinsfræðslu. Sérstakir gestir samverunnar verða

JyriManninen

Jyri Manninen Prófessor við háskólann í austur Finnlandi. Hann mun spjalla um rannsóknir sínar um ávinning af námi á fullorðinsárum.

Jyri er einn fremsti fræðimaður norðurlandanna á sviði fullorðinsfræðslu. Hann hefur rannsakað mjög mörg svið fullorðinsfræðslu, nú síðast sérstaklega skoðað þátttöku í skipulögðu námi, ávinning sem fólk hefur af námi á fullorðinsárum, og notkun upplýsingatækni til að styðja við nám fullorðinna.

Á samverunni okkar mun hann spjalla óformlega um það sem hann hefur lært um það sem kallað er óformlegt nám sem er ekki atvinnutengt og tengja það aðeina rannsóknum um ávinning fullorðinna af námi og eigum við von á mjög spennandi umræðum um þessi mál.

Þá fáum við stuttar kynningar á nýjustu meistararitgerðum af brautinni:

Nanna

sesselja2

Það munu gefast góð tækifæri til að ræða málin bæði í tengslum við ofannefnd þrjú þemu en líka óformlega yfir kaffibolla.

Vertu með, rifjaðu upp gömul eða ný kynni og fáðu nýjar hugmyndir í tengslum við starf þitt með fullorðnum námsmönnum, á hvaða vettvangi sem það kann nú að vera.

Ég hlakka líka mikið til að hitta ykkur sem allra flest.

Við munum sjá um kaffi og meððí… Reiknaðu með að borga 1000 kr. fyrir kaffið.

Vinsamlega skáðu þig hér eða í Facebookhóp námsleiðarinnar

ATH það verður tími og rými fyrir spjall á undan í kaffihlé og á eftir, Um að gera að mæta aðeins fyrr…

Skildu eftir svar