Your site
25. apríl, 2024 05:03

„Flippuð“ ráðstefna ;-)

flipped

Hvernig virkja ég þátttakendur, nemendur, samstarfsfólk eða samborgara í umræðum, námi eða öðrum sameiginlegum verkefnum??? Þetta er trúlega spurning sem margir spyrja sig, sem koma að kennslu, skipulagningu náms eða öðrum verkefnum sem tengjast því að vinna með hópum að sameiginlegum verkefnum. Ekki vantar ókeypis miðla til að ná sambandi við fólk og „bjóða því upp í dans“… en hvernig gerir maður það? Hvaða aðferðir, spurningar, aðgerðir eru vænlegar til árangurs?

Þetta eru spurningar sem þátttakendur í tengslanetinu DISTANS (um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu) og NordPlus verkefnið Dldact hafa verið að skoða frá ólíkum sjónarhornum undanfarið ár. Og nú bjóðum við þér upp í dans!

Þann 25. nóvember höldum við ráðstefnu í samvinnu við FLUID, dönsk samtök um fjarkennslu. Ráðstefnan fer fram í Kaupmannahöfn á dönsku og ensku.

Á ráðstefnunni verða nokkur spennandi aðalerindi sem tengjast þemanu:

  • e-tivities: Aðferðir til að bjóða til samstarfs og vekja áhuga: Lotte Nørregaard kynnir og ræðir þessar þrælreyndu aðferðir sem Gilly Salmon hefur þróað og hafa reynst vel í fjarkennslu og víðar.
  • Open ministry í Finnlandi: Aleksi Rossi kynnir grasrótarstarf í tengslum við aðferðir fyrir borgara til að koma sínum málum á dagskrá finnska þingsins.
 
  • Þróun með notendum. Bókasöfn eru mörg í óða önn að skoða ný og breytt hlutverk sín í samfélaginu. Michel Steen-Hansen framkvæmdastjóri samtaka bókasafna í Danmörku fjallar um það hvernig bókasöfn hafa virkjað notendur sína í að þróa þjónustu sína í takt við nýja tíma og nýjar þarfir.
  • Open Space: Aðferð til að skapa merkingu og þátttöku: Gerard Muller – sem hefur leitt fjölda stórra funda þar sem þátttakendur eru virkir á margan hátt – mun kynna Open Space aðferðafræðina.

Sjá Dagskrá

Að erindum loknum býðst þátttakendum að upplifa ýmsar þessara aðferða og aðrar. Þátttakendur geta sjálfir kynnt sitt eigið efni og eða tekið þátt í umræðuhópum þar sem allir þátttakendur hafa undirbúið sig áður og eru tilbúnir til að kafa á dýptina.

Í aðdraganda ráðstefnunnar munum við halda tvær vefstofur sem tengjast þemanu:

  • 27. október kl.12:00-13:00
  • 10. nóvember kl. 12:00-13:00

Hvernig getur þú fylgst með???

  1. Fylgstu með á þessum vef til að sjá tilkynningar um vefstofurnar
  2. Skráðu þig á póstlista DISTANS til að fá tölvupóst um vefstofurnar og annað sem DISTANS tekur uppá í framtíðinni.
  3. Fylgstu með á Facebook hóp ráðstefnunnar, þar birtist smám saman efni fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir ráðstefnuna, eða bara setja sig inn í efni hennar.

Skildu eftir svar