Heimurinn er flatur!

sep 6 2013 in by Hróbjartur Árnason

cc Non Comercial Reuse: flat_earth_world_by_fellmekke-d75rmxh see: fellmekke.deviantart.com

Flat Earth eftir fellmekke.deviantart.com CC BY-NC-ND

Fyrir nokkru las ég (eða eiginlega hlustaði ég á) bók eftir Thomas L. Friedman. Hann heldur þar fram að heimurinn sé að verða flatari með hverju árinu. Það sé samskiptatæknin; Vefurinn og símakerfin sem „stytta“ bilið milli fólks, þannig að fólk sem býr á sitthvorum heimsendanum getur verið samstarfsfólk eða keppinautar.  Það séu ekki lengur þjóðríki, sem séu keppunautar eins og á „fyrstu hattvæðingunni“ sem Marco Polo átti þátt í að hrinda af stað, né heldur eru það fyrirtækin sem eru keppinautarnir eins og í „seinni hnattvæðingunni“ sem iðnbyltingin kom af stað (og fyrsta heimstyrjöldin stöðvaði) heldur eru það nú á tímum þriðju hnattvæðingarinnar, einstaklingar sem eru keppinautarnir. Nú til dags keppa góðir forritarar útskrifaðir frá HR eða HÍ um forritarastöður hjá Eimskip. Þeir keppa ekki við gömul skólasystkyn,  heldur liggur allur heimurinn undir, og eins og er situr fjöldi indverja niðri í Sundahöfn við forritun fyrir fyrirtækið!  Og margir leita til endimarka jarðar eftir fólki til að vinna verk fyrir sig. Hvaða áhrif ætli þetta hafi á fullorðinsfræðslu á næstu árum?

==> Ræðum þetta aðeins: Ætli hnattvæðingin hafi áhrif á Ísland, íslendinga og það sem íslendingar þurfa að kunna, geta og vilja?