Námskeið á haustmisseri: Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra
Námsbrautin Nám fullorðinna býður í haust upp á námskeiðið: „Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra“.
Þetta er yfirlitsnámskeið sem gefur þátttakendum staðgóðan grunn fyrir alla hagnýta og fræðilega vinnu með viðfangsefni og spurningar sem tengjast því að hjálpa fullorðnum að læra. Innihald og viðfangsefni námskeiðsins eru til þess fallin að gefa öllum þeim sem koma á einhvern hátt að því að ráðskast með, skipuleggja eða hanna alls konar ferla sem eiga að hjálpa fullorðnum að læra og þroskast. Hvort sem það er nám á vinnustað, námskeið á háskólastigi eða í framhaldsfræðslu, hvort sem það er við náms og starfsráðgjöf, við skipulagningu mannauðsmála eða sjúklingafræðslu þá veitir námskeiðið hugmyndafræðilegan og kenningarlegan grunn byggðan á rannsóknum bæði innan lands og á alþjóðavettvangi.
- Nánari lýsing.
- Námskeiðslýsingin eins og hún birtist í Kennsluskrá HÍ
- Lýsing á námsbrautinni sjálfri
Námskeiðið er opið bæði nemendum við háskólann og almenningi sem uppfyllir skilyrði um nám á meistarastigi, sjá nánar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vegna þess.
- Skráning er í UGLU eða hjá Endurmenntun HÍ
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.