Your site
22. janúar, 2025 04:27

Skýrsla um tengsl tiltekinnar vottunar við starfsréttindi

Vottun til að…. (Mynd Hryck á Flikr)

Í okkar samfélagi er til fjöldinn allur af vottunum sem gefa, þeim sem býr yfir viðkomandi vottun, rétt til að gera eitthvað. Ökuskýrteini gefur fólki leyfi til að aka farartæki af tiltekinni tegund, svo kallað „Pungapróf“ veitir fólki rétt til að stýra bát af tiltekinni stærð og Microsoft vottanir þykja tryggja að einstaklingar hafi fullnægjandi þekkingu til að sjá um tiltekin Microsoft tölvukerfi eða kenna á námskeiðum um tiltekin kerfi og þannig mætti lengi telja. Þetta verkefni snýst um að skoða slíkar vottanir, greina þær og gera stuttlega grein fyrir því sem að baki þeim býr.

Nemendur velja sér tiltekið námsskírteini, tiltekna vottun eða tiltekin starfsréttindi á íslenskum vinnumarkaði og kynna sér hvað þarf til að geta orðið sér úti um viðkomandi vottun. Þá finna þau út, með lestri og viðtölum, hvað liggur að baki skírteinunum og starfsréttindunum. Spurningar sem er þess virði að leita svörum við eru t.d. Hvað heitir vottunin? Hver veitir hana? Á hvaða forsendum… lögum, reglum, hagsmunum…. byggir ákvörðun um veitingu vottunarinnar. Hver hefur veitingavaldið, hvaða áhrifavald býr að baki veitingunni?  Hvað þarf fólk að læra og hvernig sannar það getu sína? Hverjir ákveða hvað fólk þarf að kunna til að fá vottunina, námsskírteinin eða starfsréttindin? Hvernig er ákveðið hvað umsækjandi þarf að kunna, geta, vita, hver ákveður það og á hvaða hugmyndum er ákvörðun þeirra byggð?

  • Skila þarf skýrslu upp á c.a 4 síður af texta.
  • Setjið skýrslu upp á hefðbundinn hátt, með titilsíðu, samantekt, efnisyfirliti, inngangi, meginmáli, niðurstöðu og heimildaskrá.
  • Skilið í skjalasafn námskeiðsins

 

Skildu eftir svar