Your site
2. janúar, 2025 15:06

Hvernig verður starfsþróun kennara best?

Ráðtefna á vegum SRR og fleirri, Höfðar örugglega til sumra á námsbrautinni, enda hafa sumir skrifað meistaraverkefni um þetta þema.

Hvernig verður  starfsþróun kennara best? Er hægt að komast uppúr hjólförum hefðbundinna aðferða. Hvað nýjar leiðir eru færar?

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun leik- grunn- og framhaldskólakennara* boðar til  málþings þann 18. október  2012 kl. 14:30-16:30 .

Aðalfyrirlesari verður John MacBeath prófessor emeritus við Cambridge háskóla og  forstöðumaður „Leadership for Learning“ netsins í Cambridge.

MacBeath hefur unnið á mörgum sviðum sem tengjast daglegu skólastarfi, til dæmis skóla fyrir alla, forystuhlutverki í skólastarfi, mati á skólum,  sjálfsmati  og nýbreytni og breytingum á skólastarfi.  MacBeath hefur einnig verið ráðgjafi alþjóðasamtaka kennara um menntun kennara og starfsþróun. Vorið 2012  kynnti MacBeath rit sitt,The Future of the Teaching Profession, sem hann samdi að tilstuðlan Education International, sem eru alþjóðasamtök kennara.  Sjá nánar

Á málþinginu þann 18. október flytur MacBeath erindið:

The importance of Continuous Professional Development, some alternative routes

Málþingið verður haldið í Bratta á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en að því stendur samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun leik- grunn- og framhaldsskólakennara sameiginlega.

Nánari dagskrá verður kynnt síðar.

Léttar veitingar verða í boði að málþingi loknu.

Fyrir hönd nefndarinnar

Edda Kjartansdóttir

* Í  samstarfsnefndinni sitja fulltrúar frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands og þriggja háskóla, Háskóla íslands, Háskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands.

Skildu eftir svar