Verkstæði á ráðstefnu um UT í fullorðinsfræðslu
Eftir hádegi á ráðstefnu um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu verða nokkur spennandi verkstæði þar sem þátttakendur fá tækfæri til að kafa dýpra og prófa sig áfram með tilteknar aðferðir eða tækni til að styðja við kennslu sína og nám nemenda sinna.
ATH Gagnlegt er að koma með fartölvur, spjaldtölvur, snjallsíma og eða myndavélar í verkstæðin
Kl. 13:00
Wenger-Trayner verkstæði: Social learning spaces in landscapes of practice, (Eitt verkstæði frá kl. 13-15:40 með kaffihléi)
Any field of human knowledge can be seen as a landscape of different practices, each one contributing a varying perspective. Learning is then a journey through that landscape with people developing their identity in respect to different practices involved in the field. Educators facilitate learning by opening social learning spaces that help students on this journey. This suggests a new role for educators as conveners of social spaces embedded in the landscape, and an intriguing role for social media in providing new possibilities for this process. During this keynote, we review some of the principles of social learning theory and social media to address two important questions. What does it mean to create learning opportunities by opening social learning spaces that are strategically situated in landscapes of practice? How does social media change the configuration of social learning spaces, the connections of these spaces to the landscape, and the voices from the landscape that can be included?
„For the afternoon session we would like to start in one group and then break up into two different groups where we would explore the perspective we offer in the keynote from two different perspectives.“ E&B W-T
Take control of the information flow: Alastair Creelman
Gerð kennslumyndbanda með einföldum tólum: Berglind Káradóttir Margmiðlunarskólanum og Hróbjartur Árnason Háskóla Íslands
Á verkstæðinu ræddu þátttakendur um ferlið við gerð myndbanda til kennslu. Þátttakendur lærðu að útbúa s.k. Storyboard til að skipuleggja myndbönd og fræddust síðan um nokkra tæknilega þætti sem tengjast því að útbúa myndbönd fyrir kennslu.
Notkun Farsíma í kennslu, Ida Semey, Menntaskólanum við Hamrahlíð
Á verkstæðinu verður farið í hvernig snjallsímar nýtast í námi nemandans. Farið verðir í mismunandi öpp og forrit sem má nota sem verkfæri, hvernig efni er fært úr síma yfir á vef, hvernig nemendur eru þegar farnir að nota símann og hvað ber að hafa í huga þegar búin eru til verkefni til að leysa með afnot snjallsíma. Staldrað verður við kosti og galla.
Kl. 14:30
Notkun spjaldtölva í námi og kennslu, Salvör Gissurardóttir, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Á verkstæðinu verður sérstaklega farið í stafræna sögugerð og hvernig verkfæri til að búa til myndrænar frásagnir nýtast til að útbúa námsefni í fullorðinsfræðslu og til verkefnavinnu nemenda. Skoðað verður hvernig slíkar frásagnir má vinna í forritinu Comiclife 2 á iPad spjaldtölvum. Forritið er líka til fyrir PC og macintosh tölvur.
Þátttakendur fá aðgang að spjaldtölvum til að prófa í verkstæðinu.
Gerð kennslumyndbanda með einföldum tólum (Fellur niður v. veikinda)
Hvernig set ég kennslustofuna á haus? (Flipped Classroom) Björk Guðnadóttir, Keili
Keilir hefur tekið upp þá stefnu að spegla kennsluna hjá sér, á verkstæðinu verður farið stuttlega í hvað spegluð kennsla er. Rætt verður við kennara sem hafa prufað kennsluaðferðina, birt sýnishorn af kennslumyndbandi ásamt því að ráðstefnugestir fá að upplifaða hvernig spegluð kennsla getur farið fram. Hér má finna facebook hóp sem búinn var til fyrir verkstæðið, þar er að finna ýmsa tengla varðandi speglaða kennslu. http://www.facebook.com/
Ratleikir í snjallsíma: Keppni – lærdómur- leikur: Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir
Ratleikir Locatify byggja á; kortum, myndum, spurningum, frásögnumog þrautum sem birtast á skjá snjallsíma á réttum stöðum, eftir staðsetningarhnitum (GPS). Leikir verða unnir sem kennsluefni með áherslu á hópefli. Þátttakendur vinnusmiðjunnar munu læra að búa til ratleik á vefsíðu Locatify sem gefnir verða gefnir út sem smáforrit í snjallsímum. Síðan mun hópurinn fara út í ratleik.
Æskilegt er að koma með fartölvu og snjallsíma.
Markmiðið er að kynna nýja aðferð, notkun ratleikja í kennslu.
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.