Your site
22. desember, 2024 02:23

Viðtöl við fullorðna námsmennn

Interview med tv2 news

Takið stutt viðtöl við þrjá til fjóra fullorðna námsmenn og einn kennara.  Ræðið við eitthvert fólk sem er í bæði stuttu námskeiði eða lengra námi um nám og námsvenjur þeirra, hvað þeim finnst skipta máli í símenntun þeirra og hvernig þeir takast á víð breyttar kringumstæður í heimili og vinnustað.

Viðtalsspurningarnar:

Spurningar viðtalanna þurfa að leita svara um hvatir viðmælenda til náms, reynslu þeirra, upplifun og viðhorf til þess að læra á fullorðinsárum.

Hér eru nokkur dæmi:

  • Hvers vegna fórst þú á námskeið – eða í nám – síðast?
  • Hvað fékkstu út úr því að sækja það námskeið?
  • Hvernig finnst þér sjálfri/sjálfum best að læra nýja hluti?
  • Hvað hefur þér þótt best í símenntun þinni?
  • Hvað hefur þér þótt verst varðandi símenntun þína?
Semjið svo aðrar í tengslum við ykkar egin áhugamál …

Túlkun – mat

Þegar þið hafið skráð viðtölin skrifið ykkar eigin túlkun á þeim. Skrifið síðan skýrslu þar sem þið greinið frá niðurstöðum ykkar og túlkið þær í ljósi fræðanna. Ekki er nauðsynlegt að gera grein fyrir svörum allra við öllum spurningum, málið er að reyna fyrir sig í að endursegja kenningar fræðimanna, endursegja viðtöl og tengja þetta tvent saman í skýran áhugaverðan texta. Nýtið ykkur kenningar um nám fullorðinna til þess að greina og túlka orð viðmælenda ykkar. Fyrirmyndir sækið þið ykkur í fræðibækur og rannsóknargreinar.

Skrifið skýrslu sem greinir frá niðurstöðu ykkar. Textinn á að vera um u.þ.b. 4 síður af texta fyrir utan titilsíðu og heimildaskrá.

Svona gæti skýrslan verið byggð upp:

  • Titilsíða
  • Inngangur þar sem greint er frá tilgangi skýrslunnar: hvaða spurningu(m) hún á að svara.
  • Meginmál (notaðu þínar eigin fyrirsagnir) þar sem þú greinir frá niðurstöðum þínum, berð saman það sem þú hefur fundið út í gegnum viðtölin og lesturinn um fullorðna námsmenn. Tilgangur verkefnisins er að þið þjálfist í þrennu sem tengist akademískum skrifum: 1) Að greina frá niðurstöðum viðtala, 2) að endursegja kenningar og/eða rannsóknarniðurstöður og 3) að tengja fræði við eigin niðurstöður. Þið þurfið ekki að gera ÖLLUM spurningum ykkar skil, og alls ekki sem einhvers konar lista. Ef ykkur finnst of mikið að taka allar spurningarnar fyrir veljið þá frekar eina eða eitt sjónarhorn.
  • Niðurlag þar sem þú dregur saman þræðina og gerir grein fyrir niðurstöðu þinni og rökstyður hana.
  • Heimildaskrá unnin með viðeigandi gagnagrunnsforriti (EndNote, Mendeley, Zotero …)

Um námsmat

Við námsmat er skoðað hversu skýr uppbygging verkefnisins er, skírleiki í meðhöndlun og endursögn heimilda og það sem er áhugaverðast; hvernig þið túlkið viðtölin í ljósi kenninga um fullorðna námsmenn og tengið niðurstöðurnar við fræðin. Þá er litið til forms: þ.e. ytri frágangs textans, form tilvísana og heimildaskrár.
Hér má sækja matskvarða sem notaður er við námsmat

Undirbúningur

Nauðsynlegt er að kynna sér efni um ritun. Það er eðlilegt að nemendur í meistaranámi líti svo á að verulegur hluti námsins snúist um að ná góðu valdi á fræðilegum skrifum. Þess vegna er um að gera að byrja að lesa sig til um það, sjá t.d. um síður á þessum vef um fræðileg vinnubrögð. Þá er full ástæða til að venja komur sínar í Ritver MVS sem býður alls konar aðstoð við ritun verkefna.  Þátttakendur eru  eindregið hvattir til að nýta sér þjónustu ritversins. Ritverið tekur vel á móti ÖLLUM tegundum af spurningum: „Hvernig á ég að vinna þetta verkefni?“ „Er inngangurinn nógu skýr?“ „Hvernig virðist heimildanoktunin koma út?“ o.s.frv.

Við mat á skýrslum og ritgerðum við Menntavísindasvið er sérstaklega litið til: Fræðilegra vinnubragða (t.d. tæknilegu hliðina á tilvísunum), röksemdafærslu, úrvinnslu heimilda og ytra forms skýrslunnar (Rétt notkun á Word ásamt Endnote / Mendeley eða svipaðra forrita) Nemendur sem ætla sér að ljúka náminu á ritun meistararitgerðar eru hvattir til að byrja strax að lesa bækur um ritun meistararitgerða og að nota gagnagrunn til að halda utan um allt lesefni.

Comments are closed.