Tvö námskeið í boði á haustmisseri
Spennandi námskeið fyrir fólk sem vinnur í tengslum við nám fullorðinna.
Viltu nota haustið til að styrkja þig í starfi, auka þekkingu þína og takast á við spennandi verkefni í tengslum við starfið? Námsbrautin Nám fullorðinna býður upp á tvö námskeið í haust:
- Á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra læra þátttakendur um helstu rannsóknir og kenningar um nám fullorðinna. Þeir afla sér þekkingar sem myndar gagnlegan og nauðsynlegan grunn undir alla vinnu sem tengist námi fullorðinna.
- Námskeiðið Markaðssetning fræðslu fyrir fullorðna hjálpar þátttakendum að verða sér úti um þekkingu, hugmyndir og aðferðir til að skipuleggja nám, námskeið og önnur námstilboð fyrir fullorðna þannig að þau höfði til markhóps þeirra og kynna þau þannig að þeir sem þau eiga að höfða til viti af þeim og sjái sér hag í að taka þátt. Þátttakendur námskeiðsins verða sér úti um haldgóða þekkingu á grunn forsendum markaðsfræði og kynna sér nýjar hugmyndir eins og notkun félagsmiðla við markaðssetningu.
Námskeiðin bæði eru á meistarastigi háskólanáms og eru hluti af hefðbundnu námsframboði námsbrautarinnar þannig að þátttakendur þurfa að hafa lokið a.m.k. háskólanámi á bakkalár stigi (BA, BEd, BSc).
Þátttakendur geta tekið námskeiðið sem símenntunarnámskeið og fengið þátttökuskírteini að námskeiði loknu eða til háskólaeininga á meistarastigi sem gætu nýst síðar upp í diplómu eða meistaragráðu við Menntavísindasvið.
- Námskeiðin tvö eru kennd með fjarnámssniði og staðlotum, þau hefjast á netinu 3. sept, Þátttakendur hittast síðan á þremur staðlotum og þeim líkur í upphafi desember.
- Kostnaður: Kr. 43 500.
- Skráningarfrestur er til 21. ágúst
- Allar upplýsingar veitir Hróbjartur Árnason: hrobjartur@hi.is / sími: 8608046
1) Skráðu þig á vefnum:
- Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra
- Skráning á námskeiðið Markaðssetning fræðslu fyrir fullorðna
2) Greiddu námskeiðsgjald:
Til að fullgilda skráningu er nauðsynlegt að millifæra námskeiðsgjaldið kr. 43 500 inn á reikning Háskólans 137-26-174 kt. 6001692039 og skrá námskeiðsheitið sem skýringu.
3) Tilkynntu skráninguna
Jafnframt er beðið um að þú látir heimabankann senda tilkynningu um greiðslu á netfangið eddakjar@hi.is um leið og greiðslan fer fram.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við Hróbjart: hrobjartur@gmail.com / 8608046
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.