Morgunstund með kollegum – Taktu daginn frá!

nóv 9 2011 in , , by Hróbjartur Árnason


Hvernig væri að hitta gamla félaga úr faginu, núverandi nemendur og fyrrverandi nemendur á námskeiðum námsbrautarinnar drekka saman aðventukaffi morguninn 2. desember og ræða síðan málin við einn fremsta fræðimann finna á sviði fullorðinsfræðslu. Mér tókst að fá Jyri Manninen, sem verður með aðalfyrirlesturinn á ársfundi Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins sem er eftir hádegi 2. desember.

Það er ekki oft sem við fáum tækifæri til að hlusta á og ræða við fólk sem hefur áratugareynslu af því að rannsaka nám fullorðinna, þess vegna finnst mér full ástæða til að nýta þá þegar þeir eru á ferðinni hér. Jyri verður á ársþingi FA og var tilkippilegur að líta til okkar líka. Vonandi sjá margir sér fært að nýta tækifærið.