Your site
30. desember, 2024 17:16

Bókarýni

On the platform, reading

Á námskeiðum við námsbrautina er kjörið verkefni að rýna í bók eða rannsóknargrein. Tilgangur þess að bjóða verkefni eins og bókarýni á námskeiðinu er að fá þátttakendur til að lesa meira en eina bók sem tengist aðalþema námskeiðsins. Nám fullorðinna er fræðasvið sem er nýtt fyrir mörgum og til þess að ná utan um það þarf maður að lesa mikið og það gerist bara allt of lítið í huga manns við lestur einnar bókar… það er ekki fyrr en maður er búinn að lesa nokkrar bækur um sama efni að maður finnur að maður fer að ná utan um það. Þar að auki er tilgangurinn sá að þátttakendur þjálfist í því að lesa fræðibækur á gagnrýninn hátt, gera grein fyrir (endursegja) efni þeirra á skýran og skilmerkilegan hátt og og að læra að meta framlag viðkomandi bókar til fræðanna. Allir sem vinna með fræðilegt efni á einhvern hátt þurfa að þjálfa sig í því að endursegja hugmyndir annarra. Þannig læra þeir efnið og gera það að sínu og síðar þurfa þeir oft að nota það til að rökstyðja sitt eigið starf. Því er um að gera að nota öll tækifæri sem gefast til að þjálfa sig í því að endursegja kenningar, rannsóknir og annað efni frá öðrum og að gera það á greinandi og gagnrýninn hátt.

Lýsing á verkefninu

Skrifið bókarýni um bók um efni sem er nátengt viðfangsefni námskeiðsins. Það er um að gera að ræða um bókavalið við kennara. Bókarýnin er gjarnan hugsuð sem hjálp fyrir aðra nemendur á brautinni og jafnvel almenning. Þú ert sem sagt að skrifa fyrir aðra, fyrir fólk sem hefur áhuga á fullorðinsfræðslu og þú ert að skrifa til að hjálpa því að átta sig á bók sem þú hefur lesið.

Svona gerið þið:

  1. Lesið um ritun bókarýni á netinu. (Dæmi um leit)
  2. Finnið leiðbeiningar um ritun bókarýni í einhverju fræðilegu tímariti. Öll fræðirit gefa út leiðbeiningar fyrir höfunda, meðal annars um bókarýni. Þar kemur fram hvernig ritstjórar þess ætlast til að fólk skrifi og skili bókarýninni.
  3. Veljið fyrirmæli frá einu tímariti.
  4. Farið eftir þeim og
  5. Setjið tilvísun í fyrirmælin neðst í bókarýnina.
  6. Nýtið síðan það að þið eruð á námskeiði og eruð að vinna með fleira fólki, fáið kollega úr námskeiðinu til að lesa og gagnrýna… hjálpist að við prófarkalsetur.
  7. Skilið síðan samkvæmt fyrirmælum á námskeiðinu

Nauðsynlegar upplýsingar í verkefninu

  1. Hefðbundnar bókfræðiupplýsingar um bókina
  2. Mynd af bókinni
  3. Mynd af höfundinum
  4. Stuttur kafli um höfundinn og hvað annað hann/hún hefur birt (stutt yfirlit)
    ATH: Leitin að höfundinum og því sem hann/hún hefur birt hjálpar okkur að sjá áreiðanleika hans/hennar sem höfundar. 
  5. Slóð í vef höfundar (Helst við þann háskóla sem hann/hún vinnur)
  6. Fjöldi tilvitnana í bókina (Sjá leiðbeiningar hér)

Efni samkvæmt lýsingu tímarits um bókarýni

Svo kemur það sem tímaritið biður um í bókarýnina: Umfram upplýsingarnar hér fyrir ofan koma allr þær upplýsingar sem farið er fram á í lýsingunni um bókadóma sem farið er eftir.

Frágangur:

  • Spáið í að þið eruð að skrifa fyrir almenna lesendur og textinn birtist á opnum vef
  • Spáið í stærð mynda
  • Setjið slóð í leiðbeiningar í lok færslunnar ásamt texta um að leiðbeiningar séu fengnar þaðan.
  • Skilið samkvæmt fyrirmælum á námskeiðinu
  • Lengd: Eins langt og þarf til að gera efninu þokkaleg skil 🙂 Ritrýni á bók hlýtur alltaf að vera 5-7 síður ef hún á að gera henni þokkaleg skil.
Lokaskrefið
Að lokum er málið að koma þessu verkefni inn í umræðuna á námskeiðinu sjálfur það er gert með því að skrifa  stutta færslu með skýrsluna í viðhengi – eða slóð í hana ásamt stuttri Umfjöllun og úrvinnslu. Í færslunni á námskeiðsvefnum svarið þið spurningum eins og:
  • Hvernig tengist greinin þemum námskeiðsins
  • Hvert þér  finnst framlag bókarinnar vera til einhvers þema sem við höfum verið að takast á við á námskeiðinu?

Í sumum tilfellum taka nemendur upp kynningu sem þeir setja á námskeiðsvefinn eða námsumsjónarkerfið og koma af stað og halda við umræðum um efnið, bæði á fundi og á vefnum.

 
Sjá einnig lýsingu á verkefninu: Ritrýni tímaritsgreinar
 
 
Hér eru tvær færslur sem eru líka gagnlegar í þessu samhengi:

Comments are closed.