Your site
22. janúar, 2025 04:28

Styttist í málstofu um notkun náms- og starfsráðgjöf

Pieta House Press Pack - Counselling and Support - Pieta House (10 of 28)
Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf (SÆNS) og Norræna tengslanetið um fullorðinsfræðslu (NVL) á Íslandi bjóða til málstofu fimmtudaginn 3. nóvember nk. á Hótel Nordica Hilton, frá kl. 9:30-14:00.

Þar verða kynntar niðurstöður rannsóknarinnar „Voice of Users“ (skýrslan er aðgengileg á heimasíðu NVL á slóðinni http://www.nordvux.net/download/6821/voice_of_users.pdf) sem fjallar um viðhorf fullorðinna notenda náms- og starfsráðgjafar til gagnsemi þjónustunnar, hvernig endurgjafar á ráðgjöfinni er aflað og að hvaða marki fullorðnir notendur koma að stefnumótun og skipulagi þjónustunnar. Andrea G. Dofradóttir mun kynna niðurstöður könnunarinnar og bera niðurstöðurnar frá Íslandi saman við niðurstöðusr frá hinum Norðurlöndunum. Anders Lovén, frá Háskólanum í Malmö og fulltrúi Svía í sérfræðinganeti NVL um náms- og starfsráðgjöf mun fjalla um niðurstöðurnar úr frá stöðu náms- og starfsráðgjafar í Svíþjóð. Þá munu fulltrúar frá Félagi náms- og starfsráðgjafaFræðslumiðstöð atvinnulífsinsog námsbraut fyrir náms- og starfsráðgjöf lýsa viðbrögðum við niðurstöðum könnunarinnar. Dagskrá málstofunnar verður send í vikunni.

Þátttaka í málstofunni er að kostnaðarlausu en þeir sem hafa hug á að mæta eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á hér

Skildu eftir svar