Your site
19. apríl, 2024 15:14

Háskólakennsla með augum fullorðinsfræðslunnar

Í kjölfar ánægjulegs samtals við kennara við hjúkrunafræðideild 7. júní

Í íslenskum háskólum sjáum við gjarnan mjög mikla dreifingu í aldri stúdenta. Á sama námskeiði má finna nýútskrifaða stúdenta um tvítugt, fullorðið fólk í miðju atvinnulífs og barneigna jafnt sem fólk á seinni hluta starfsævinnar. Eins og gefur að skilja hafa þessir námsmenn ólík viðhorf, nálganir og þarfir þegar að námi og kennslu lítur. Lífsaðstæður og ábyrgð, markmið með náminu og reynsla af lífinu eru þættir sem hafa sérlega mikil áhrif á það hvernig námsmenn nálgast nám sitt.

Verulegan mun má finna á viðhorfum og námsháttum ungs stúdents annars vegar, sem býr enn í foreldrahúsum og er jafnvel í háskólanámi vegna þess að það er eina leiðin í hans augum til að komast á „almennilegan“ stað á vinnumarkaðnum og, hins vegar, á nálgun tveggja barna móður sem stundar nám með vinnu, nám sem hún hefur jafnvel dreymt um að stunda í fleirri ár.

Þessi munur á námsmönnum getur kallað á ólíka nálgun og framkomu við þessa ólíku námsmenn ætli maður sem háskólakennari að ná árangri við að hjálpa öllum nemendum sínum að læra sem mest á námskeiðinu.

Fyrst það eru oft margir fullorðnir námsmenn í stúdentahópnum getur verið gagnlegt að gera sér grein fyrir því á hvaða hátt þeir eru öðru vísi en nýstúdentar.

Fullorðnir námsmenn eru gjarnan skilgreindir sem fólk sem ræður sér sjálft, rekur eigið heimili og ber fulla ábyrgð á rekstri þess. Malcolm Knowles og fleirri byggja á þessari eða svipaðri skilgreiningu þegar þeir lýsa einkennum fullorðinna námsmanna og hvaða áhrif þau ættu að hafa á kennslu fullorðinna.

Sömuleiðis er ekki úr vegi að átta sig á atriðum sem nýstúdentar geta átt sameiginlegt og hafa áhrif á nám þeirra. Eitt atriði sem ég er frekar upptekinn af er að nemendahópurinn meðal nýstúdenta virðist vera að breytast: Nú koma mun fleirri í háskólanám en áður og þar með verður hópurinn breiðari hvað námshæfni og námshætti snertir. Við fáum t.d. mun fleirri nemendur sem bíða eftir að vera mataðir og eru vanir að yfirborðsþekking dugi til að komast í gegnum próf og þannig sjá þeir fyrir sér að komast i gegnum háskólanámið líka.

  • Við gerðum vel í að taka tillit til sérstöðu fullorðinna námsmanna
  • Trúlega þurfum við að útbúa verkefni þannig að nemendur komist ekki hjá því að vinna á dýpri hátt með efnið en við þurftum áður
  • Til þess að nemendur fái sem mest út úr náminu ættum við að hjálpa þeim að fá sem mest út úr hvert öðru. Margt bendir til þess að nám sé að mjög miklu leiti félagsleg athöfn, og því snúi það að okkur kennurunum að hjálpa nemendum að skapa með sér námssamfélag. Það getum við líka gert með því hvernig verkefni við útbuum fyrir þau og hvernig við högum samskiptum í kennslustofunni
  • Til þess að gera kennslustundir gagnlegar fyrir sem flesta er gagnlegt að beita ólíkum kennsluaðferðum og virkja nemendur sem mest.

Hér fyrir neðan eru slóðir í nánara lesefni:

Nokkrar greinar og bækur á vefnum sem geta gefið gagnlegar hugmyndir um kennslu:

Teaching Teaching & Understanding Understanding

3 frábær myndbönd um háskólakennslu. Hér er sérstaklega tekið á þeirri staðreynd að nú til dags koma allar tegundir námsmanna í háskóla, líka þeir sem hafa ekki sérlegan áhuga á námi. Rætt er um hvernig háskólakennarar geta líka hjálpað þessum nemendum að læra gagnlega hluti í sínu námi.

Classroom Legend – March 2008 – Alumni Bulletin – Harvard Business School

Grein um Chris Christensen sem notaði umræður mikið í kennslustofunni

Fullorðnir læra öðruvísi

Fyrirlestur Hróbjarts um Malcolm Knowles (frekar léleg hljóðgæði…)

30 things we know for sure about adult learning

Stutt samantekt á rannsóknum um sérstöðu fulloðinna námsmanna, vissulega gömul grein, en stendur enn alveg fyrir sínu.

Teaching Tips Index

Listi yfir gagnlegar greinar og hagnýt ráð um háskólakennslu.

Virkjum þátttakendurna

Lítið hefti frá höfundi með nokkrum hagnýtum aðferðum til að virkja nemendur í kennslustofunni.

What the best college teachers do

Skemmtileg bók um góða háskólakennslu.

Teaching Nursing

Bók um stúdentamiðaða kennslu í hjúkrunarfræði

Factors Related to Successful Teaching by Outstanding Professors: An Interpretive Study

Rannsókn úr Journal of nursing education, byggð á lýsingu verlaunaðra háskólakennara á kennslu sinni.

Kennslan sett á hausinn

Hér má finna slóðir í gagnlegt efni um það að snúa kennslunni á haus; t.d. með því að taka upp fyrirlestra og fá nemendur til að hlusta á þá heima, og vinna frekar verkefni í tímum.

Skildu eftir svar