Gagnlegt og ánægjulegt samtal
Julie Allen og John Field fóru á kostum á skemmtilegu verkstæði um Ævimenntun og skóla margbeytileikans. Umræður þátttakenda sem komu frá fræðslumiðstöðvum alls konar voru gagnlegar og áhugaverðar.
Julie hóf verkstæðið með því að leiða hópinn inn í þemað um skóla margbreytileikans með erindi sem hún kallaði Inclusion – Exclusion
Að loknum umræðum tóku þau John Field og Julie höndum saman um að leiða hópinn inn í umræðu um það hvernig kenningar um félagsauð geti nýst í umræðunni um skóla margbreytileikans annars vegar og ævinám hins vegar.
Þátttakendur prófuðu hugmyndina um félagsauð á eigin lífi og ræddu um notkun þeirra í þeirra starfi.
Að loknu hádegishlé tók John Field við og ræddi um hreyfanleika vinnuafls (Mobilities) í menntun og atvinnu.
Verkstæðinu lauk með almennum umræðum um gagn og afleiðingar þessara hugmynda í starfi þátttakenda.
Prof. Julie Allen og Prof. John Field eru færðar þakkir fyrir frábæran dag.
Glærur:
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.