Your site
19. desember, 2024 18:52

Brottfararspjöld – óformleg aðferð til að meta námskeið

„Brottfararspjöld“ (Exit Slips)

Brottfararspjöld eru skrifleg eða munnleg svör þátttakenda á námskeiði við spurningum leiðbeinenda í lok dags, lotu eða námskeiðsins. Þetta er fljótleg óformleg aðferð til að meta einstaka þætti námskeiðs eða námskeið í heild sinni, einnig má nota aðferðina til að meta skilning þátttakenda á einstaka þáttum í námsefninu. Aðferðin er gagnvirk og kallar á virka þátttöku allra bæði leiðbeinenda og þátttakenda. Hún getur valdeflt þátttekndur og gefið leiðbeinenda mikilvæga innsýn í hvort þátttakendur hafi tekið e-h með sér af námskeiðinu. Lærðu þeir eitthvað?

exit_ticket

Afhverju „Brottfararspjöld“?

  • Þau útvega leiðbeinendum óformlega yfirsýn yfir það hvort þátttakendur hafi tekið e-h með sér – átti eitthvað nám sér stað?
  • Gefur þátttakendum tækifæri til að íhuga hvað þeir lærðu.
  • Gefur þátttakendum tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri.
  • Ýtir undir gagnrýna hugsun.

Hvernig notar maður „Brottfararspjöld“?

Í lok efnisþáttar, lotu eða námskeiðs eru þáttakendur beðnir um að taka afstöðu til ákveðinna spurninga eða fullyrðinga.

Dæmi um spurningar:

  • Skrifaðu niður einn hlut sem þú lærðir í dag.
  • Skrifaðu niður einn hlut sem þú lærðir í dag og tengdu hann við þitt daglega starf.
  • Þetta skildi ég ekki.
  • Skrifaðu eina spurningu tengda því efni dagsins
  • Hvernig virkaði að vinna í hóp?
  • Ég myndi vilja læra meira um?
  • Gætir þú útskýrt eftirfarandi atriði betur
  • Þetta kom mér á óvart
  • Ég vill læra meira um…

Hvernig framkvæmir maður aðferðina?

  1. Hægt að safna öllum miðunum og fara yfir á töflu í lok tímans eða flokka eftir tímann og byrja næsta tíma á að fara yfir spjöldinn frá síðasta tíma.
  2. Það má dreifa einu eða fleiri spjöldum til hvers þátttakenda, aðeins ein spurning á hverju spjaldi.
  3. Nota niðurstöðurnar til að breyta því hvernig námskeiðið er sett upp, hvaða efni þarf að fara betur í næst þegar námskeiðið er haldið osfr.
  4. Einnig hægt að nota spjöldin meðan á námskeiðinu stendur og nota t.d til að dýpka það sem þátttakendur vilja fara betur í eða nota til upprifjunar og ígrundunar.
  5. Með því að nota „Brottfararspjöld“ má betur mæta þörfum þátttakenda og hægt að aðlaga námskeiðið að þörfum hvers hóps fyrir sig á meðan á námskeiðinu stendur.
  6. Hægt að fá 2-3 þátttakendur atil að fylla spjöld út saman og ræða áður en þeir skila inn spjöldum.
  7. Hægt að ræða munnlega í stað þess að skila skriflega.
  8. Passa að hafa aðferðir í lok efnisþátta fjölbreyttar þannig að þátttakendur þreytist ekki. Hægt að hafa eina spurnigu eða margar, munnlegar eða skriflegar, hægt að ræða í hóp eða allir saman.

Heimildir og ítarefni:

„Let It Slip!“ — Daily Exit Slips Help Teachers Know What Students Really Learned

Reading Rockets – Strategies – Exit Slips

Classroom Stratigies – Exit Slips

 

Skildu eftir svar