Þjónustuverkefni
Wikis > Þjónustuverkefni
Mynd: Barbara Piancastelli á Flickr sum réttindi áskilin
Á námskeiðum námsleiðarinnar „Nám Fullorðinna“ er einn flokkur verkefna sem heitir „Þjónustuverkefni“. Þau verkefni snúast um að einstaklingur, par eða hópur vinnur verkefni sem á einhvern hátt styður við nám hinna. Verkefnin hafa amk. tvíþættan tilgang:
- að veita nemendum námskeiðsins þjónustu
- að læra og þjálfa ákveðna hæfni sem nýtist þegar maður ætlar að skipuleggja nám fyirir aðra eða leiða námsferla.
Þátttakendur skipta á milli sín alls konar verkefnum sem styðja við þeirra eigin nám og annarra, þetta eru hagnýt verkefni sem fólk lendir oft í að vinna þegar það vinnur við skipulagningu náms og kennslu fullorðinna, þannig að rétt er að líta á þau sem æfingu fyrir starf með fullorðnum námsmönnum. (Dæmi: Verkefni: Skipuleggja og stýra staðlotu, Fundargerð með myndum eftir staðlotu. Stjórna útsendingu og upptöku á staðlotu, Stýra veffundi, Tæknileg stjórn útsendingar á veffundi.) Í öllum tilfellum axla þátttakendur ábyrgð á viðkomandi þætti, undirbúa og útfæra hann og skrifa síðan skýrslu um verkið sem inniheldur lýsingu á verkinu og ígrundun um það sem þeir lærðu við framkæmd þess og lagfæra gátlista sem nýtist þeim sem vinna svona verkefni síðara.. Tilvalið er að vinna þessi verkefni tveir og tveir. Skýrslunni er skilað á vef námskeiðsins sem blogg færslu merkt með flokknum „Þjónustuverkefni“ og vinnan með gátlistan fer fram í þessum wiki skjölum:
Dæmi um þjónustu verkefni með slóðum í lýingar og gátlista: (Mjög fljótlega breytist upptalningin i tengla sem opna lýsinga á viðkomandi þjónustuverkefni)
- Undirbúningur og fundarstjórn veffundar
- Tæknileg stjórn veffundar (Adobe Connect)
- Skrifa fundargerð með kennslufræðilegri lýsingu á fundinum
- Skipulagning og stjórnun staðlotu
- Tæknilegur stuðningur fyrir fjarnema á staðlotu
- Skrifa fundargerð eftir veffundi eða staðlotur
- Styðja við og halda umræðum gangandi á vefumhverfi námskeiðsins
Það sem okkur gengur til er að þátttakendur á námskeiðum við námsleiðina fái tækifæri til að þjálfast í einhverjum að þeim praktísku atriðum sem snúa að því að skipuleggja og halda námskeið með og fyrir fullorðna… og í takt við það að við erum í háskóla að læra… að ígrunda… hugsa “upphátt” um verkefnið.