Your site
21. janúar, 2025 08:29

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum

Námskeiðið „Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum“ er skemmtilegt og markvisst námskeið þar sem þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Námskeiðslýsing

Námskeiðsvefir

Á þessari síðu finnur þú upplýsingar um námskeiðið.

Þessi síða er í vinnslu vegna vorsins 2018, fylgstu með!

Námskeiðsvefur |  Lýsing á námskeiðinu | Bókalisti |  Ítarefni  | Facebook hópur namskeiðsins

Staðlotur verða tvær, þar sem nemendur og kennarar hittast
tvisvar sinnum heilan dag, kl 9-16:00 Sjá í UGLU

Á milli staðlotanna er boðið upp á vikulega fundi í 1 ½ tíma hvert sinn. Fundirnir fara fram í kennslustofu í Stakkahlíð (líka í stofu H-001) og jafnframt í gegnum fjarfundakerfi.

Námsfyrirkomulag og þemu

Viðfangsefnin „Skipulagning fræðslu“  og „Framkvæmd fræðslu“ snúast annars vegar um að hanna og skipuleggja alls konar ferli sem eiga að stuðla að námi og hins vegar um að leiða þessi ferli á farsælan hátt, eða þannig að þátttakendur læri (þetta mætti kalla kennslu).

Ferlið sem við munum fara saman í gegnum saman stendur af alls konar fundum (staðlotum, veffundum og vefstofumverkefnum og umræðum (á vef og þegar við hittumst). Á staðlotunni munum við semja endanlega um fyrikomulagið.

Hér fyrir neðan eru færslur á þessum vef sérstaklega merktar námskeiðinu. Sumt á við þegar námskeiðið var haldið seinast en sumt er svo til tímalaust námsefni…


 

[blog_in_blog category_slug=’SFFF’ num=30]