Ráðstefna um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu 2013
Yfirlit yfir verkstæðin á ráðstefnunni:
Þessi síða er enn í vinnslu…. meira efni á leiðinni
1) Alastair Creelman: Persónuleg lærdómsnet.
Hvernig getur kennari notað netið til að læra og miðla því nýjasta í faginu? Hvernig finnur maður fréttaveitur? Hvernig má safna saman á einn stað fréttum úr veitum sem vekja áhuga? Hvernig er nýjum greinum miðlað á sem einfaldastan og áhrifaríkastan hátt?
2) Svava Pétursdóttir: Hvernig nýtist Facebook í kennslu?
Hvernig er hægt að nýta miðilinn til að dýpka og breikka nám? Skoðum; Aðferðir, verkefni, viðfangsefni á Facebook sem geta stutt við nám.
3) Torhild Slåtto: Hvernig nýtum við fjarfundaformið til hins ýtrasta?
Með hefðbundnum fjarfundabúnaði og með fjarfundabúnaði um vefinn og einkatölvur. Hvaða kennslufræði er vert að hafa í huga?. Hvernig má auka árangur af kennslu í gegnum fjarfundabúnað?
A seminar on the web – does it work?This is a short guide about holding meetings, lectures and seminars on the web, or webinars, as they are often called. Torhild Slåtto of the Norwegian Association Flexible Education has substantial experience gained both through various Nordic projects and through her own organization of meetings and seminars online. Her experience is that webinars turn out to function superbly in some cases, but occasionally people run into technical problems, particularly issues with sound quality. But there are means to alleviate most of them. A webinar can often be an “intimate” and intense experience, and therefore should not last as long as a physical seminar.For those who want excellent points about arranging webinars, please read more: Click here to get the handbook |
4) Taru Kekkonen: Notkun vefrænna dagbóka í námi og kennslu.
Þátttakendur læra að nota rafræna dagbók eins og Evernote og hvernig hægt er að nota námsdagbækur í námi og kennslu. Slíkar dagbækur bjóða uppá að nota texta, myndir og hljóðupptökur til að ígrunda nám sitt og safna glósum og upplýsingum tengda námi á skipulegan hátt á einn stað. Slíkar dagbækur geta nýst á margan hátt í kennslu og nýtast áfram í öllu námi og sem verkfæri við ævimenntun.
5) Anna Edvardsdóttir og Jørgen Grubbe: Umræðuhópur um hlutverk stofnana innan sveitarfélaga til að styðja við nám, menntun og lífvænleika í dreifbýli.
Á þessu verkstæði er markmiðið að kafa enn dýpra í hlutverk stofnana samfélagsins sem koma að einhverju leiti að því að stuðla að þróun og námi fullorðinna í sveitarfélaginu. Hvert hlutverk þeirra er……. (texti í vinnslu)
6) Hróbjartur Árnason: Hvernig get ég komið námsefni á vefinn fyrir nemendur mína.
Á verkstæðinu kynnast þátttakendur ólíkum leiðum til að miðla námsefni og stuðla að samvinnu nemenda sinna í kring um námsefnið. Þátttakendur læra að koma náms- og kennsluefni, svo sem: textum, myndum, glærukynningum og myndböndum, fyrir á stöðum þar sem nemendur þeirra geta nálgast það. Og þeir kynnast aðferðum til að koma þessu efni snyrtilega fyrir á vefjum skóla eða bloggkerfa.
Kennarar vilja gjarnan koma efni á framfæri við nemendur sína um vefinn, t.d. til notkunar fyrir kennslustundir, í kennslustundum eða á eftir. Hvort sem það er til að kynna nýjar hugmyndir fyrir þeim áður en þau mæta í kennslustundir, til að dýpka eitthvað sem var farið yfir í skólanum, gefa þeim aðgang að ítarefni, eða þegar þeir vilja miðla efni til fjarnemenda.Vandi sem þeir glíma oft fyrir er að:
|
7) Salvör Gissurardóttir. Skemmtileg verkfæri fyrir nemendaverkefni.
Í þessari vinnustofu skoðum við veflæg verkfæri til samvinnuskrifa, veflæg verkfæri til að búa til kynningar og svo verkfæri þar sem snjalltæki og vefur eru notuð til að skiptast á myndum og halda utan um og safna saman myndum sem nemendur senda úr símum. Við skoðum nokkur wikiverkfæri þar sem nemendur geta skrifað saman texta og unnið saman að verkefni og skoðum sérstaklega þrjú kerfi Wikispaces, Mediawiki og Etherpad. Við skoðum kerfi þar sem nemendur geta búið til aðlaðandi og ríkulega myndskreytt gagnvirkt kynningarefni eins og Glogster og kerfi þar sem hægt er að búa til skemmtilegar kynningar eins og Pow Toon og Prezi og kerfi þar sem hægt að sýsla með myndir – senda myndir af spjaldtölvum og símum og merkja sérstaklega.
Sjá nánar (ásamt tengingum í ítarefni ) á wikisíðu http://asta.is/index.php/Namfullordinna
8) Sigurður Fjalar Jónsson. Hvernig getur UT stutt við vinnu kennarans í kennslustofunni og gert námið áhugaverðara fyrir nemendur?
Á versktæðinu kynnast þátttakendur verkfærum á vefnum sem kennarar geta notað í kennslunni sjálfri, t.d. í kennslustofunni á meðan þeir vinna með nemendum,
MailChimp (http://mailchimp.com/)
Fyrir póstlista
Snappywords (http://www.snappywords.com/)
Ensk, gagnvirk samheitaorðabók
Zoomit stækkunarforritið (http://technet.microsoft.com/en-us/sysinternals/bb897434.aspx)
Í kennslunni
Breaking News English (http://www.breakingnewsenglish.com/)
Í enskukennslunni
Moodle (http://moodle.org/)
Námsstjórnunarkerfið
Sfjalar (http://www.sfjalar.net)
Vefurinn minn að sjálfsögðu
Upplýsingatækni í skólastarfi – Facebook hópur
https://www.facebook.com/groups/343724325718873/
Spjaldtölvur í námi og kennslu – Facebook hópur
https://www.facebook.com/groups/188368104605936/
Moodle – Facebook hópur
https://www.facebook.com/groups/116044778534069/
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.