Your site
21. nóvember, 2024 06:29

Námskeið við brautina

Námskeiðsvefir námskeiða

Viltu læra meira um það að skipuleggja nám og kenna fullorðnum.
Á þessari síðu sérðu yfirlit yfir námskeið á vegum kjörsviðsins „Fræðslustarf og mannauðsþróun“.

midlun

Við námsleiðina „Nám fullorðinna“ er boðið upp á nám fyrir fólk sem hefur áhuga á að styrkja þekkingu og hæfni sína í tengslum við allt starf sem snýr að því að styðja við þroska, þróun og nám fullorðins fólks. Það geta verið t.d. sérfræðingar á vinnustöðum sem koma að kennslu samstarfsfólks síns, kennarar á símenntunarmiðstöðvum, verkefnastjóra og stjórnendur á fræðsludeildum og fræðslumiðstðvum alls konar eða stjórnendur sem koma að starfsþróun samstarfsfólks og svo mætti lengi telja.

Smelltu til að spækja bæklinginn

Í skjalinu hér fyrir neðan um námskeiðið Gagnvirk og eflandi menntun er yfirlit yfir um 12 stutt hagnýt námskeið.

Sumir sækja einstök námskeið og skrá sig í gegnum Endurmenntun HÍ meðan aðrir vilja vinna að tilteknum háskólagráðum eins og Diplóma á meistarastigi, M.Ed eða M.A. gráðum.

  • Diplóma á meistarastigi 30e
  • Diplóma á meistarastigi 60e
  • Meistaranám (MA) 120e
  • Veldu einstök námskeið sem er hægt að meta til eininga síðar
  • Stutt hagnýt námskeið (2-3 dagar) Þrjú slík má nota til að fá námskeiðið „Gagnvirk og eflandi menntun 5e) metið til eininga.

Umfjöllun um allt framboðið er í vinnslu. Nú er aðeins lýsing á meitaranáminu hér.

Meistaranám

Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á Nám fullorðinna, M.Ed. er tveggja ára framhaldsnám, 120 e, starfstengt og fræðilegt. Inntökuskilyrði eru bakkalárgráða. Að jafnaði er gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25).

Námið er ætlað fólki sem starfar við eða hyggur á starf sem tengist skipulagningu náms og kennslu. Áhersla er lögð á sérstöðu og aðstæður fullorðinna sem námsmanna, samhengi fræðslustarfs með fullorðnum, þarfagreiningu, skipulagningu náms, kennslufræði, matsfræði og kemur notkun upplýsingatækni við nám og kennslu gjarnan fyrir í tengslum við verkefni námsbrautarinnar. Námið er tengt rannsóknum á fræðasviðinu og vettvangi. Hægt er að ljúka náminu á tveimur árum í fullu námi eða dreifa því á lengri tíma. Þar sem lokaverkefni á þessari leið takmarkast við 30 einingar býður leiðin upp á mikla breidd í námskeiðavali og góða tengingu við vettvang.

M.Ed.-námið skiptist í aðalatriðum þannig:

  • Námskeið af brautinni Nám fullorðinna (30-60e)
  • Sameiginlegur kjarni meistaranema í deildinni (30e)
  • Valnámskeið (0-30e)
  • Lokaverkefni (30e)

1) Námskeið af sérsviðinu: Nám fullorðinna (30-60e)

Inngangsnámskeið: Kjarnanámskeið Námsbrautarinnar

– Amk. eitt eftirtalinna námskeiða af brautinni:

  • NAF005F Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna   5e
  • NAF001F Gæðastjórnun í Símenntun  5e
  • NAF201F Greining á fræðsluþörfum í símenntun  5e
  • NAF004F Mat og vottun á þekkingu og færni fullorðinna    5e

2) Sameiginleg námskeið flestra meistaranema (30e)

– Kenninganámskeið; Val á milli tveggja:

  • MVS009F Kenningar um nám barna, unglinga og fullorðinna   10e
  • MVS101F Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar    10e

-Aðferðafræði

-Þrjú námskeið í aðferðafræði (20e)

  • MVS109F Aðferðafræði rannsókna – megindleg aðferðafræði   5e
  • MVS110F Aðferðafræði rannsókna – eigindleg aðferðafræði    5e
  • Nemandi sem lokið hefur aðferðafræði sem svarar til MVS109F og MVS110F tekur viðbótar aðferðafræði, ýmist á Menntavísindasviði eða Félagsvísindasviði í samráði við formann námsbrautar.

– Dýpkun með öðru hvoru eftirtalinna aðferðafræðinámskeiða:

  • MVS201F Eigindlegar rannsóknaraðferðir I   10e
  • MVS202F Megindlegar rannsóknaraðferðir I    10e

3) Valnámskeið af öðrum brautum, deildum og sviðum (0-30e)

  • STM101F Fræðslustarf, nýsköpun og atvinnulíf   10e
  • STM202F Konur og karlar sem leiðtogar, frumkvöðlar og stjórnendur  10e
  • VIÐ211F  Þróun mannauðs   6e
  • MEN127F Fjölmenningarsamfélag og skóli: Hugmyndafræði og rannsóknir   10e
  • MEN209F Kennslufræði íslensku sem annars máls (fullorðnir)   10e
  • MEN227F Kennslufræði og skóli margbreytileikans   10e
  • NSR007F Ráðgjafarkenningar  10e
  • NSR013F Starfsferilskenningar  10e

Námskeið sem eru bundið val í kjarna námsleiðar en eru ekki valin sem hluti af kjarna, má taka sem valnámskeið.

Hægt er að velja fleiri námskeið á MVS eða öðrum sviðum HÍ í samráði við formann námsbrautar.

4) Lokaverkefni (30e)

Lokaverkefni   30e