• Tight, M. (1996). Key concepts in adult education and training. London: Routledge.

    Í bókinni Key Concepts in Adult Education & Training leitast höfundur hennar, Malcolm Tight, við því að skýra frá helstu g […]

  • In reply to: Sigríður Ýr Unnarsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Ímyndaðir yfirburðir; Dunning-Kruger-  og  „Lake Wobegone“ áhrifin. Eru þeir vanhæfu of vanhæfir til þess að […] View

    Sæl Hrönn og takk fyrir þitt input 🙂
    Ætli það sé ekki merki um að maður sé aðallega innan um vel gefið fólk – svona þar sem þeir gáfuðu vanmeta getu sína á meðan hinir vitlausu ofmeta hana 🙂
    Að öllu gríni slepptu þá held ég að vanmat á egin getu sé mögulega alveg jafn mikið samfélagsmein og ofmat þeirra „vitlausu“, þar sem það getur hi…[Read more]

  • In reply to: Sigríður Ýr Unnarsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Ímyndaðir yfirburðir; Dunning-Kruger-  og  „Lake Wobegone“ áhrifin. Eru þeir vanhæfu of vanhæfir til þess að […] View

    Áhugaverðar pælingar Aníta, takk fyrir að deila.
    Foreldrahlutverkið er einmitt mjög skemmtilegur vinkill á þessar pælingar, ég get sko alveg sagt ykkur hve margir uppeldis“sérfræðingar“ spruttu upp í kring um mig þegar ég var að ala upp mín börn, og þeir sem ákafastir voru í því að segja mér hvernig best væri (og Ætti) að gera hlutina voru…[Read more]

  • In reply to: Sigríður Ýr Unnarsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Ímyndaðir yfirburðir; Dunning-Kruger-  og  „Lake Wobegone“ áhrifin. Eru þeir vanhæfu of vanhæfir til þess að […] View

    Sæl nafna og takk fyrir að deila með okkur.
    Samanburðurinn, eins og þú minnist á getur einmitt verið þáttur í þessu þar sem við eigum það til að meta egið ágæti út frá fólkinu í kring um okkur.
    Einhver sem er með það viðhorf að hann „sé alveg meðetta“ getur látið okkur hin sem erum á báðum áttum efast um egið ágæti, alveg burtséð frá raunv…[Read more]

  • In reply to: Sigríður Ýr Unnarsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Ímyndaðir yfirburðir; Dunning-Kruger-  og  „Lake Wobegone“ áhrifin. Eru þeir vanhæfu of vanhæfir til þess að […] View

    Takk fyrir að deila þínum pælingum Agga 🙂

    Við eigum það einmitt til að spegla okkur í skoðunum annara og áliti til þess að móta okkar egin skoðanir – samanber dæmið þitt um að öðlast sjálfstraust til þess að sækja um stöðu eftir hvatningu frá manninum þínum. – Þetta er einmitt frábært dæmi um það hvernig við sjáum okkur og eins og dæmi var…[Read more]

  • In reply to: Sigríður Ýr Unnarsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Ímyndaðir yfirburðir; Dunning-Kruger-  og  „Lake Wobegone“ áhrifin. Eru þeir vanhæfu of vanhæfir til þess að […] View

    Takk Ester fyrir þínar pælingar.

    Eins og ég kom inná hér að ofan þá held ég einmitt að þessi mikli samanburður og samkeppni sem er ríkjandi í samfélaginu bæði meðvitað og ómeðvitað gæti gert það að verkum að þeir hæfu fá lítið feedback frá umhverfi sínu, efast um getu sína og hæfileika og taka ekki að sér verkefni sem þeir myndu líklega gera m…[Read more]

  • In reply to: Sigríður Ýr Unnarsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Ímyndaðir yfirburðir; Dunning-Kruger-  og  „Lake Wobegone“ áhrifin. Eru þeir vanhæfu of vanhæfir til þess að […] View

    Sæl Hildur og takk fyrir að deila pælingunum þínum með mér/okkur 🙂

    Já ég held að margir hafi átt svona móment, ég segi það fyrir mig að ég hef reglulega lent í því að taka að mér verkefni sem ég hreinlega átta mig ekki á hve krefjandi þau eru fyrr en ég er komin á kaf í verkefnið. Auðvitað er það kannski saklaus útgáfa af því, en oft þarf…[Read more]

  • Ímyndaðir yfirburðir; Dunning-Kruger-  og  „Lake Wobegone“ áhrifin.
    Eru þeir vanhæfu of vanhæfir til þess að átta sig á því að þeir séu vanhæfir?
    Hefur þú orðið vitni af því að einhver með takmarkaða kunnát […]

    • Skemmtilegur pistill Sigga 🙂 og vakti upp ýmsar pælingar m.a hvort svona hugsanavillur væru skortur á heiðarlegri endurgjöf eða óskýrum viðmiðum. Svo gat maður líka séð fyrir sér nokkrar ónefndar ferilskrár …. 😛
      Anars var ég að lesa fyrir nokkrum vikum í bókinni eftir Ambrose og co (How learning works) og þar var einn kafli þar sem höfundarnir vitnuðu í líkan þar sem leikni var skipt í fjögurra þrepa ferli. Á fyrsta þrepi þessa líkans var fólk ekki meðvitað um vanhæfni sína og þar af leiðandi ekki farið að afla sér þekkingar og mér datt þetta þrep í hug þegar ég las pistilinn. Á næsta þrepi verður fólk hins vegar meðvitaðra og svo koll af kolli.
      En þetta var áhugavert og væri gaman að heyra sálfræðipælingar í tengslum við þetta 🙂

      • Sæl Hildur og takk fyrir að deila pælingunum þínum með mér/okkur 🙂

        Já ég held að margir hafi átt svona móment, ég segi það fyrir mig að ég hef reglulega lent í því að taka að mér verkefni sem ég hreinlega átta mig ekki á hve krefjandi þau eru fyrr en ég er komin á kaf í verkefnið. Auðvitað er það kannski saklaus útgáfa af því, en oft þarf maður að prófa sig áfram með þeim hætti hefði ég haldið, til þess hreinlega að átta sig á því hvar maður á að byrja að læra. (líklega er það þó úturdúr eða angi út frá megininntaki greinarinnar, þar sem verið er að tala um að fólk átti sig ekki á egin „vitleysu“ og haldi að þau séu að gera vel þegar þau eru í raun að standa sig illa)
        Ég hef nú ekki komið mér út í ógöngur með „vanhæfni“ minni en það eru alveg augnablik sem ég tengi við þar sem ég hef farið út í eitthvað og talið að það væri ekkert mál, en komist að því að verkefnið væri flóknara en ég hafði upprunalega gert ráð fyrir. Það að átta sig á því og biðja um aðstoð/ finna aðra lausn myndi ég halda að fríi mann frá „Dunning-Kruger“ áhrifunum, þar sem þeir einstaklingar myndu líklega ekki átta sig á þessu og halda áfram í blindni, sannfærðir um egið ágæti.
        Ég þarf greinilega að kíkja á þetta fjögurra þrepa ferli, hljómar mjög áhugavert, takk fyrir ábendinguna.
        ..það eru margir vinklar í þessu og gaman að heyra ykkar pælingar 🙂

    • Flottur pistill. Ég hef einmitt skoðað þetta í sambandi við ritgerð sem ég gerði og fjallaði um sjálfstraust og námsárangur. Þar kom í ljós að þeir sem hafa mikið sjálfstraust eiga það til að ofmeta getu sína á meðan þeir sem eru með lítið sjálfstraust eiga það til að vanmeta getu sína.
      Hér koma svör við spurningunum 🙂
      Hefur þú orðið var/vör við þessa tilhneigingu í þínu vinnuumhverfi? Já, og mér finnst þetta oft koma þannig fram að það eru frekar strákarnir sem eiga það til að ofmeta getu sína á meðan stelpurnar draga úr getu sinni.
      Eru þetta þættir sem þú telur að geti haft áhrif á námskeiðinu þínu og/eða á starfsvettvangi? Já – hefur mikil áhrif á mig hvað varðar þetta námskeið og oft á starfsvettvangi líka. Líklegast vegna þess að maður á það til að bera sig saman við aðra og þá sérstaklega þá sem eru virkir og duglegir. Það dregur svoldið úr sjálfstraustinu og trúnni á eigin getu.
      Einhverjar frekari hugmyndir tengdar efninu? Áhugavert að skoða þetta frekar og hvaða áhrif þetta hefur eða hvað veldur.

      • Sæl nafna og takk fyrir að deila með okkur.
        Samanburðurinn, eins og þú minnist á getur einmitt verið þáttur í þessu þar sem við eigum það til að meta egið ágæti út frá fólkinu í kring um okkur.
        Einhver sem er með það viðhorf að hann „sé alveg meðetta“ getur látið okkur hin sem erum á báðum áttum efast um egið ágæti, alveg burtséð frá raunverulegum hæfileikum hans vs. okkar.
        Viðhorfið eitt og sér getur komið manni langt en í mörgum tilfellum er það ekki nóg (Sá sem er sannfærður um að brandarin hans sé fyndinn, eins og í rannsókn „unskilled and unaware of it“ hunsaði algjörlega þá staðreynd að engin hló, því hann hafði ákveðið að brandarinn hans væri sá besti“ .. á meðan annar sem efast um gæði brandara síns gæti sagt brandara sem slær svo í gegn, og þrátt fyrir að allir hlægja ..standa efasemdir hans í vegi fyrir því að hann átti sig á gæði brandarans)
        Þetta er mjög áhugavert.. ótal dæmi hægt að taka í þessu samhengi 🙂

    • Skemmtilegt blogg hjá þér 🙂
      Já í gegnum árin hef ég öðru hvoru orðið vör við þetta í mínu vinnuumhverfi. Þegar við erum t.d. að auglýsa eftir deildarstjóra á leikskóla þá eru stundum fólk sem er hvorki með menntun né reynslu að sækja um og líka í sérkennslu. Þegar við tökum svo fólkið í viðtal er gaman að sjá hvað sumir eru öruggir og tala sig vel í gegnum þetta á meðan aðrir fara alveg í kleinu. Ég er hins vegar akkurat öfugt, með margra ára reynslu að vinna á leikskóla og leikskólakennari þó hef ég aldrei lagt í það að sækja um vinnu sem sérkennari. Ég gerðist samt svo djörf að sækja um aðstoðarleikskólastjóra starf fyrir 5 árum, með miklum stuðning frá eiginamnni mínum, því ég var viss um að ég væri ekki nógu hæf, en maðurinn minn hefur meiri trú á mér en ég og ég fékk starfið og gegnur vel 😉
      Í sambandi við námkeiðið mitt þá er ég að vinna marvisst í sjálfri mér, að ég hafi allveg getu og þekkingu í þetta og erum atferlis markmiðin mikið að hjálpa mér. En hins vegar get ég trúað að ég fái foreldrar á námskeiðið sem telja sig vera að gera allt rétt og það verður ákskorun að opna augu þeirra fyrir nýjum sjónarmiðum 🙂

      • Takk fyrir að deila þínum pælingum Agga 🙂

        Við eigum það einmitt til að spegla okkur í skoðunum annara og áliti til þess að móta okkar egin skoðanir – samanber dæmið þitt um að öðlast sjálfstraust til þess að sækja um stöðu eftir hvatningu frá manninum þínum. – Þetta er einmitt frábært dæmi um það hvernig við sjáum okkur og eins og dæmi var tekið í greininni þá skorti einstaklinga oft álit frá umhverfi sínu til þess að átta sig á ýmist egin ágæti eða vanköntum.
        Vandinn við það að hæfir einstaklingar vanmeti getu sína vs. það að óhæfir einstaklingar ofmeti getuna sína er erfitt að eiga við – báðar hliðar eru óheppilegar að sjálfsögðu og ég held að samfélagið okkar/kúltúr sé hreinlega að vissu leyti byggt upp á þennan hátt.
        Einstaklingar sem skara frammúr eiga það til að draga sig til hlés og sýna hógværð í ýmsum aðstæðum, því hógværð er ákveðin dyggð.
        Á sama tíma dettur mér í hug IDOL þættina þar sem „hræðilegir“ söngvarar stíga fram og fjölskyldan stendur að baki þeim og hrósa viðkomandi, á meðan áheyrendur fá hausverk yfir óhljóðunum.

        Kannski vantar okkur verkfæri og/eða þjálfun í því að leiðbeina þeim sem eru ekki að standa sig nógu vel – án þess að vera ásakandi eða gera lítið úr viðkomandi og að sama skapi skortir oft færni til þess að hrósa einstaklingum fyrir vel unnið verk án þess að draga sjálfann sig niður á sama tíma.
        Ég hef margoft upplifað og orðið vör við það í kring um mig að það getur verið áskorun að hrósa samferðarfólki sínu, kannski er það því maður er í stöðugum samanburði og „samkeppni“…

    • Þakka þér fyrir skemmtilegan pistil. Ég hef orðið vör við þetta í mínu starfi í gegnum tíðina, þá ekki síst hvað fólki hættir til að vanmeta sig; hæfileikaríku fólki sem hefur t.d. átt brotna skólagöngu í æsku og verður beinlínis hissa þegar því fer að ganga vel í skóla sem fullorðnum einstaklingum. Það gefur starfinu virkilega gildi. Skemmtilegt að lesa pælingar ykkar hinna um efnið.

      • Takk Ester fyrir þínar pælingar.

        Eins og ég kom inná hér að ofan þá held ég einmitt að þessi mikli samanburður og samkeppni sem er ríkjandi í samfélaginu bæði meðvitað og ómeðvitað gæti gert það að verkum að þeir hæfu fá lítið feedback frá umhverfi sínu, efast um getu sína og hæfileika og taka ekki að sér verkefni sem þeir myndu líklega gera mun betur en næsti maður sem hefur fulla trú á sér en kannski takmarkaða færni.

        Hvernig er hægt að tækla þetta? Ætli það sé hægt að búa til einhvers konar umhverfi sem fær (samstarfs-)fólk til þess að rýna á gagnlegan hátt í færni og getu sína og hvers annars.
        SVÓT greining er tól sem ég hef verið að nýta í mínu námi þar sem menn leggjast í að meta Styrkleika / Veikleika / Ógnir / Tækifæri. sjá : http://markadssetning.namfullordinna.is/files/2012/11/Mynd-2.jpg – Þetta er oft notað við greiningu á fyrirtækjum en er vel hægt að útfæra fyrir einstaklinga. -Pæling 🙂

    • Ég held að þetta sé oft tilhneiging í starfsviðtölum en ef einstaklingur hefur ofmetið getu sína eða hæfni þá dettur sá einstaklingur oft snemma úr starfinu. En upplifun að vanmeta getu sína þekki ég vel og í minni vinnu held ég að fólk sé oft að uppgötva leynda hæfileika.

      Þetta eru góðir þættir til þess að hafa í huga, sérstaklega þar sem mitt nám snýst um foreldrafærni. Þá held ég að þetta eigi rosalega vel við. Bæði að ofmeta og vanmeta hæfni sína en þá finnst mér áhugaverð pæling – hvenær er einstaklingur hæfur til þess að viðurkenna að hann er ekki nægilega hæfur og þarf „aðstoð“? og aftur á móti hversu sjálfsstyrkjandi það er þegar einstaklingur áttar sig á því að hann er að standa sig vel og jafnvel betur en hann gerði ráð fyrir. Þetta eru mjög áhugaverðar pælingar.

      Takk fyrir þetta blogg, stutt og laggott en samt svo góðar pælingar.

    • Takk fyrir skemmtilegt blogg!
      Mér finnst ég ekki verða oft var við að fólk ofmeti getu sína, frekar að það vanmeti hana. Er þannig sjálf.. 🙂 Ég held að alltof margir vanmeti sjálfan sig og geri því ekki hluti sem það gæti vel gert….

      • Sæl Hrönn og takk fyrir þitt input 🙂
        Ætli það sé ekki merki um að maður sé aðallega innan um vel gefið fólk – svona þar sem þeir gáfuðu vanmeta getu sína á meðan hinir vitlausu ofmeta hana 🙂
        Að öllu gríni slepptu þá held ég að vanmat á egin getu sé mögulega alveg jafn mikið samfélagsmein og ofmat þeirra „vitlausu“, þar sem það getur hindrað fólk að ná auknum árangri og lífsánægju, og einmitt orðið til þess að vanfærari einstaklingar taki frekar af skarið.. þetta tengist allt 🙂

      • Sæl Hrönn
        ég er sammála þér hvað þetta varðar, það eru mjög margir sem vanmeta getu sína. Það er einmitt svo mikilvægt að starfsfólk hrósi og hvetji hvort annað áfram í starfi til að það finni að það er að gera vel, að það er að standa sig. Að deila ábyrgð og fá fólk til að langa til að læra eitthvað nýtt
        Kveðja Drífa

    • Sæl og blessuð.
      Takk fyrir áhugaverðan pistil um mjög svo áhugavert efni.
      Í mínu starfsumhverfi (kennslu) er þetta vel þekkt fyrirbæri, það er að segja mjög margir telja sig geta kennt, óháð menntun, færni og hæfni. Það hefur jafnvel tíðkast að ráða ,,kennara“ til starfa við grunnskóla sem hafa ekki kennaramenntun. Tíðkast það í öðrum sérhæfðum starfsgreinum?

      Ég verð stundum vör við þetta þegar ég held námskeið fyrir kennara og foreldra í Jákvæðum aga. Það finnast stundum sérfræðingar í uppeldi barna sem lýsa þó viðhorfi til uppeldisaðferða sem er ekki alltaf nógu gott. Þetta finnst mér ég líka hafa upplifað sem foreldri, þegar aðrir foreldrar fara að segja manni til af því að þeir telja sig vita svo miklu betur.

      Í raun og veru fyrirfinnst þetta mjög víða…svo fór ég líka að velta fyrir mér hvort að maður gæti mikið verið að tjá sig um þetta…er maður kannski einn af þeim 🙂
      Aníta.

      • Áhugaverðar pælingar Aníta, takk fyrir að deila.
        Foreldrahlutverkið er einmitt mjög skemmtilegur vinkill á þessar pælingar, ég get sko alveg sagt ykkur hve margir uppeldis“sérfræðingar“ spruttu upp í kring um mig þegar ég var að ala upp mín börn, og þeir sem ákafastir voru í því að segja mér hvernig best væri (og Ætti) að gera hlutina voru þeir sem ekki áttu börn.

        Ég hef verið dugleg í að afla mér menntunar á sviðum þar sem engrar menntunar er krafist (ekki lögverndað starfsheiti) og „starfsmaður á plani“ gerir hlutina eftir sínu höfði – þegar menntaður einstaklingur myndi nálgast viðfangsefnin á annan hátt. – Þetta þekkist auðvitað líka innan kennarastéttarinnar og (sumra) annarra geira sem eru lögvernduð og krefjast ákveðinnar menntunar.
        Það þarf klárlega að vera vitundarvakning í samfélaginu um mikilvægi fagstarfs á fjölmörgum sviðum. Á meðan ákveðnar starfsstéttar eru vanmetnar getur vissulega verið ströggl að sanna ágæti sitt og sýna fram á að þetta er sko ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera að sinna þessum störfum…

    • Takk fyrir þessa áhugaverðu samantekt Sigga.

      Ég hef orðið vör við þessa tilhneigingu í mínu vinnuumhverfi bæði að fólk ofmeti þekkingu sína og hæfni en líka að það vanmeti sjálft sig og sína hæfni.

      Mér finnst spurningin þín: Eru þetta þættir sem þú telur að geti haft áhrif á námskeiðinu þínu og/eða á starfsvettvangi góð því hún fékk mig til að velta því fyrir mér að það eru líklega oftar en ekki þátttakendur sem mæta á námskeið sem tilheyra báðum hópum of því er mikilvægt að hafa velt þessu fyrir sér áður en maður heldur námskeið sem og hafa þetta í huga á námskeiðinu sjálfu. Maður getur þá reynt að hvetha þá áfram sem að vanmeta sig og reynt að vekja þá sem ofmeta sig til umhugsunar með því að spyrja spurninga út frá því sem rannsóknir hafa sýnt fram á.

    • Tek undir þetta með Guðfinnu, þegar maður fer að kortleggja hvað maður kann eins og gert er í raunfærnimati þá kemur oftar en ekki eins og Guðfinna segir að einstaklingar kunna meir en þeir halda. En þetta getur líka verið öfugt það er til fullt af einstaklingum sem „halda“ að þeir hafa þekkingu og getu til þess að framkvæma eitthvað og ætla sér það en svo kemur í ljós að getan er ekki til staðar. Þegar það skiptir almannaheill getur það verið alvarlegt eins og að bera ábyrgð á öðrum.

    • Sæl Sigríður Ýr
      takk kærlega fyrir þetta blogg um mat fólks á eigin hæfni. Ég hlustaði líka á kynninguna á fimmtudagsfundinn og gaman að sjá þær umræður sem spruttu fram út frá efninu. Á mínum vinnustöðum rekst maður á fólk sem metur hæfni sín ekki endilega á réttmætan hátt en það er út frá mínu mati og spurning hvort mitt mat sé endilega rétt, er ég sjálf að ofmeta mína eigin hæfni til að leggja mat á störf annarra?? það er mikilvægt að hugleiða þennan þátt, ekki síst út frá sjálfum sér. Ég hugsa oft í mínu starfi að ég hefði gert hlutina öðruvísi en næsti starfsmaður án þess þó að grípa fram fyrir hendur á viðkomandi eða benda honum á það, ekki nema ég telji viðkomandi vera að brjóta reglur eða fari gegn stefnu skólans. Aftur á móti tel ég það mikilvægt að ég vegi og meti störf annarra jafnt á við mín eigin störf því ég læri af því. Maður getur prentað út greinar eða kynnt starfsfólki efni án þess þó að benda sérstaklega á sérstakan starfsmann. Ég er alltaf að læra í starfinu, dag frá degi, þegar ég fylgist með öðrum og hugsa um mín eigin vinnubrögð og er mjög svo ánægð ef mér er rétt efni sem gagnast í kennslu eða eykur þekkingu mína. Ég læri hvað ég vil ekki gera og ég læri hvað ég vil gera eða hvernig ég vil gera það, ég get nýtt mér það til að þróa sjálfa mig áfram í starfi. Það sem vantar á vinnustaði er meiri tími til að skoða eigin störf og skoða með örðum s.s. samstarfsmanni. Taka upp, horfa, meta og gera áætlanir um hvernig maður vill bæta frammistöðu sína. Auk þess er vandamál að mínu mati að fólk staðni í starfi, sæki ekki endurmenntun og fylgist ekki með framþróun í starfi. Það er hættulegt ef t.d. kennari telur sig þannig hæfan að hann þurfi engu að bæta við sig – að vera staðnaður með ómeðvitaða vanhæfni. Það er mikilvægt að mínu mati að starfsmaður átti sig á þegar hann kann ekki eitthvað – meðvitaða vanhæfni á einhverju sviði svo hann sæki sér þekkingu og haldi áfram.
      Bestu kveðjur og þakkir fyrir áhugavert innlegg
      Drífa

  • Sigríður Ýr Unnarsdóttir changed their profile picture 7 years, 2 months ago