• Markaðsfræði hefur verið mjög áhugavert fag. Mér finnst að því meira sem ég kafa ofaní hana því meiri áhuga vekji hún. Branding hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég er mikil Apple manneskja og mér […]

    • Þarna hittir þú naglann á höfuðið. Þetta þarf að vera Apple stile og fólki þarf að finnast það vera að missa af ef það mætir ekki á námskeiðið hjá þér 🙂

  • Ég hef mikið velt fyrir mér í gegnum þennan áfanga hvað það er sem selur og hvernig megi nýta það til að markaðssetja námsefni. Það eru ótal birtingarmyndir á því hvernig fyrirtæki auglýsa vörur sínar. En hvað h […]

    • Áhugaverðar pælingar Ingibjörg. Já það er býsna algengt að bjóða upp á afslátt fyrir þá sem skrá sig snemma. Ég get ímyndað mér að í mörgum tilfellum sé þetta leið til að tryggja fljótt einhvern lágmarks fjölda sem þarf til að námskeiðið standi undir kostnaði og svo er allt sem bætist þar ofan á auka hagnaður.

  • LULULEMON

    Mér fannst mjög áhugaverður kaflinn um markaðshlutun í lesbókinni. Markaðshlutun hefur augljósan ávinning en það er að ná betur til viðkomandi markhóps. Mér fannst virkilega áhugaverð sagan […]

    • Takk fyrir þetta Ingibjörg. Þessi markaðssetning vakti líka athygli mína. Ég held að það verði æ meiri krafa núna á tímum gervigreindar og þriðju eða fjórðu iðnbyltingarinnar að fyrirtæki síni að þau séu mannleg og persónuleg.

    • Skemmtileg færsla Ingibjörg. Ég hugsaði um þessa aðgreiningu sem Lululemon virðist hafa viðhaft. Mér fannst hún á afar þröngu og fordæmandi sviði þ.e. grannvaxnar konur sem stunda jóga (og hafa efni á dýrari aðföngum, vörurnar eru frekar dýrar ef ég hef tekið rétt eftir). En því miður kannast ég við markhóp sem nýtur þess að tilheyra þessum eða öðrum slíkum hópum og finnast það flott.
      Alls ekki markaðssetning sem mér finnst til fyrirmyndar en sannarlega markaður sem hægt er að herja á, sé vilji fyrir því.

    • Áhugavert.

      Þarna er fyrirtækið að takmarka markhóp sinn við grannar konur sem stunda yoga, og það virkar sama hversu ógeðfellt manni kann að þykja það. Hugsanlega vekur þetta ákveðið umtal og efa sem ýtir svo undir vörumerkið. Þetta minnir mig á það sem við ræddum í dag, en Trump lagði áherslu á að ná til miðaldra hvítra karlmanna sem geta varla andað af reiði og hneykslan vegna ýmissa mála.

      Þetta sýnir kannski fyrst og fremst að markaðssetning þarf ekki að vera geðfelld til að virka.

  • Ingibjörg Emilsdóttir became a registered member 2 years, 6 months ago