• Elín Yngvadóttir commented on the post, Apple style, on the site 3 years, 1 month ago

    In reply to: Ingibjörg Emilsdóttir wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða Markaðsfræði hefur verið mjög áhugavert fag. Mér finnst að því meira sem ég kafa ofaní hana því meiri áhuga vekji hún. Branding […] View

    Þarna hittir þú naglann á höfuðið. Þetta þarf að vera Apple stile og fólki þarf að finnast það vera að missa af ef það mætir ekki á námskeiðið hjá þér 🙂

  • Elín Yngvadóttir commented on the post, Nostalgía, on the site 3 years, 1 month ago

    In reply to: Áslaug Baldursdóttir wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða Flestöll þekkjum við það að upplifa nostalgíu. Nostalgía tengist yfirleitt gömlum minningum, tilfinningu og upplifunum. Sa […] View

    Ég er einmitt nýlega búin að finna fyrir svona auglýsinga-nostalgíu. „Við viljum Vilkó!“. Ég er að spá hvort ég ætti ekki að kaupa mér eina Vilkó-súpu fljótlega og prófa að elda hana. Ég er reyndar ekki viss hvort þær fáist enn og ég er smá hrædd við að eyðileggja minninguna ef súpan er ekki eins góð og í minningunni 🙂

  • þægindarammi

    Í tengslum við markaðssetningu fræðslutilboða fyrir fullorðna þróast virði og staðfæring vörunnar meðal annars út frá innihaldi og uppsetningu. Með þarfagreiningu og rannsóknum á eftirs […]

  • In reply to: Hrannar wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða IKEA verslunin í Garðabæ (mynd frá Icelandic Times) Þegar ég las gegnum kafla 7 í Foundations of Marketing um virði gegnum þjónustu, sambö […] View

    Það er einmitt svona IKEA tækni sem þarf. Þó manni líði hálf illa í völundarhúsinu þá fylgir samt ákveðin vellíðan vegna trausts, öryggis, skipulags, gæða og almennrar þjónustulundar starfsfólks.

  • Sami peningurinn ?

    Enn er ég upptekin af fræðslu sem markaðsvöru og kennslu, miðlun, leiðbeiningum og þjálfun sem þjónustu. Við móttökum upplifun, vöru eða þjónustu eða öðlumst frekari hæfni og verðum meir […]

    • Gaman að sjá pælingarnar um Péin. Held að það sé hárrétt hjá þér að lögmál markaðssetningar eigi heima í fullorðinsfræðslu.

      Þegar kemur að sjöunda Péinu, fólk (eða Pólk), velti ég fyrir mér þegar við tölum saman, erum við að selja hugsun okkar? Þegar einhver hlustar, er viðkomandi að kaupa? Þegar við hlustum á hvert annað og tölum saman erum við í viðskiptum?

      Mér dettur í hug svolítið sem ég tók eftir hjá MacDonalds í Noregi fyrir nokkrum árum. Þar stóð skýrum stöfum bakvið starfsfólkið, ef ég man rétt: „A smile costs nothing“. Ég held að þetta hafi hvatt viðskiptavini til að brosa til starfsfólksins sem brosti á móti, og sköpuðu þannig þægilegt andrúmsloft á ansi stressandi vinnustað. Þegar við brosum til hvert annars höfum við tilhneigingu til að brosa til baka . Að hægt sé að markaðsfæra einfaldan hlut eins og bros er hrein snilld.

  • In reply to: Hrannar wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða „Markaðshlutun er skipting ólíks, sundurlauss markaðar í smærri samstæðari markaðshluta til að geta betur náð til viðkomandi hópa, […] View

    Skemmtileg þessi pæling með for-markaðssetningu sem kannski hefur alls ekki verið hugmynd Eybjargar þegar hún fyrst byrjaði að setja inn efni á Instagram og svo að gera könnun á því hver kæmi á námskeið. Allt gæti þetta verið hluti af markaðsherferð. Um að gera að læra af þessu og byggja upp markaðssetningu með þessum þáttu í auknu mæli. Læ…[Read more]

  • In reply to: Ingibjörg Emilsdóttir wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða LULULEMON Mér fannst mjög áhugaverður kaflinn um markaðshlutun í lesbókinni. Markaðshlutun hefur augljósan ávinning en þa […] View

    Skemmtileg færsla Ingibjörg. Ég hugsaði um þessa aðgreiningu sem Lululemon virðist hafa viðhaft. Mér fannst hún á afar þröngu og fordæmandi sviði þ.e. grannvaxnar konur sem stunda jóga (og hafa efni á dýrari aðföngum, vörurnar eru frekar dýrar ef ég hef tekið rétt eftir). En því miður kannast ég við markhóp sem nýtur þess að tilheyra þessum e…[Read more]

  • In reply to: Hildur Inga Magnadóttir wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða Í upphafi námskeiðs er allt svo nýtt og spennandi og námsefni fyrstu vikunnar fékk mig virkilega til þess að hugsa. Ég he […] View

    Ég er svo sammála þér varðandi hvernig maður fer að sjá auglýsingar og markaðssetningu með öðrum augum. Bæði horfi ég á auglýsingar annarra með gagnrýnni hugsun, spái í þeim í víðara samhengi og kem auga á aðra hluti en áður og set núna endalaus spurningamerki við mína eigin markaðssetningu. Vonandi verður það til þess að ég geti unnið markvisst…[Read more]

  • Ég velti því fyrir mér hvort nám, námskeið, námsframboð og boð um hvers konar fræðslu sé eins og hver önnur vara eða þjónusta sem boðin er til sölu eða afnota af einhverju tagi. Fyrirfram hélt ég að önnur lö […]

    • Áhugaverð ígrundun hjá þér, Elín. Ég hallast nú ennþá mest að því, eins og þú lýsir í byrjun, að markaðssetning fræðslutilboða hljóti að vera aðeins öðruvísi, kannski aðeins flóknari eða margslungnari, en markaðssetning hefðbundnari vöru eða þjónustu. Eins og einhver í hópnum okkar benti á þá eru ekki allir þátttakendur í fræðslutilboðum að fara sjálfviljugir í nám. Þeir eru kannski skikkaðir af vinnuveitendum og það hlýtur að hafa áhrif á lögmálin í markaðssetningunni. Eins eru til hugsanlegir þátttakendur sem gætu haft áhuga á ákveðnu fræðslutilboði en fást ekki til að sækja um af því að vinnuveitendur sjá ekki virðið í því að gefa starfsfólkinu svigrúm til að fara á námskeið. Það hlýtur með öðrum orðum að þurfa að taka tillit til fleiri leikmanna þegar um markaðssetningu fræðslutilboða er að ræða heldur en einungis kaupanda og seljanda vöru eða þjónustu. En ég hlakka eins og þú til að kynnast betur lögmálum markaðsfræðinnar og hvernig megi líta á þau frá þessu sjónarhorni.
      (Helle Kristensen, á mörkum hópanna tveggja ;-))

    • Skemmtilegar pælingar Elín. Takk fyrir að ríða á vaðið.

      Hvort að menntun sé eins og hver önnur vara, er verulega góð spurning. Það er ljóst að námsferlar, s.s. námskeið og námsleiðir sem boðið er upp á í menntastofnunum lúta að einhverju leyti sömu lögmálum og vörur á opnum markaði.

      Málið flækist kannski aðeins þar sem að ekki er alltaf skýrt hver viðskiptavinurinn er þegar námskeið er keypt. Fyrir fullorðna manneskju sem send er á námskeið, er hún viðskiptavinurinn eða er það fyrirtækið sem sendi hana á námskeiðið?

      Þýðir það að við þurfum að hugsa um tvo ólíka viðskiptavini samtímis og markaðssetja námið á ólíkan hátt fyrir báða aðila?

      Reyndar er kannski eitthvað sambærilegt hérna við vörur á markaði, þar sem gosframleiðandi þarf ekki bara að selja neytandanum, heldur einnig verslunum sem eru í milligöngu.

      En menntun sem slík, sú hugmynd að verða meira manneskja með námi, er það hugtak sem hægt er að markaðssetja eins og vöru? Hvernig færum við að því?

  • Elín Yngvadóttir changed their profile picture 3 years, 3 months ago

  • Elín Yngvadóttir became a registered member 3 years, 3 months ago