Your site
21. janúar, 2025 08:43

… og hvernig finn ég svo lesefnið aftur???

Working late

Stundum lesum við (eða sjáum) eitthvað áhugavert og gagnlegt efni á vefnum. Svo nokkrum mánuðum síðar erum við að vinna verkefni, þar sem einmitt þetta efni gæti verið gagnlegt, en við munum ekki hvar það er…

Hvernig finn ég það aftur?

Þetta er spurning sem ég velti oft fyrir mér, því þetta er „vandamál“ sem ég lendi stundum í. Það eru til ýmsar leiðir til að „leysa“ þennan vanda og örugglega mjög persónubundið hvernig menn takast á við hann. En á þessari síðu býð ég fram nokkrar hugmyndir.

Ein aðferð sem gagnast er það sem á ensku er kallað Social Bookmarking þar sem fólk notar vefþjónustu til að safna saman slóðum í vefsíður sem þeim finnst athyglisverðar og gefur öðrum aðgang að safninu sínu….

Diigo er eitt slíkt safn. Ég nota það vegna þess að það býður nokkur atriði sem aðrar slíkar þjónustur bjóða ekki uppá:

  • Vista afrit af síðum fyrir þig (e.t.v. þarftu að borga til að hafa aðgang að þeirri þjónustu)
  • Umræður við kollega Á áhugaverðu vefsíðunni sjálfri
  • Undirstrikanir á áhugaverðu vefsíðunni sjálfri

Kynntu þér Diigo betur:

Á Diigo er hægt að stofna hópa, þannig að þátttakendur í hópnum geta deilt efni sem þeir finna á vefnum hver með öðrum. Þeir geta deilt slóðum í efnu en líka það sem þeir strika undir á síðunni sem þeir vísa í eða athugasemdur sem þeir skrifa við síðuna eða tiltekna hluta hennar.

 Skref fyrir skref…

A) Stofnaðu aðgang.

Fyrsta skrefið er að verða meðlimur hjá Diigo. Eins og með aðrar þjónustur á netinu þá er málið að finna hnapp eða slóð sem býður þér uppá að skrá þig.

  1. Opnaðu forsíðu þjónustunnar: www.diigo.com 
  2. Leitaðu þar að hnapp eða slóð með heitinu: „Sign up“ – Oftast eru svona hnappar í hægra horni síðunar efst, eða mjög áberandi á henni miðri t.d.: „Get Diigo now free“ eða „Join“
  3. sign-up síðan inniheldur upplýsingar um fjórar ólíkar áskriftarleiðir. Því miður er ókeypis útgáfan orðin frekar takmörkuð, vegna þess að það voru svo margir sem notuðu Diigo til að senda óumbeðna auglýsingar til annarra notenda Diigo; s.k. „Spam“. Ég borga þess vegna $5 á ári fyrir þessa þjónustu.
  4. Veldu þér áskriftarleið sem þú vilt nota – þú getur alveg byrjað á ókeypis þjónustunni og ef þú notar þetta mikið og vilt fá fleiri möguleika þá ferðu bara að borga fyrir það…
  5. Þá opnast nýr gluggi sem býður þér að skrá notendanafn – veldu þér notendanafn sem þú manst en gagnast líka til að fólk sem þú vilt að átti sig á því hver stendur á bak við aðganginn fatti að það ert þú. Hugsaðu t.d. út í það að þú gætir viljað nota Diigó í samskiptum við nemendur þína… Fylltu svo út reitinn fyrir netfang (sniðugt að nota netfang sem þú munt nota lengi, HÍ netfangið er e.t.v. ekki besti kosturinn hér. Skráðu svo lykilorð sem þú átt auðvelt með að muna.
  6. Þá ertu komin/n í gang

B) Sæktu viðbót við vafrann þinn

Til þess að geta notað þessa þjónustu þarftu að setja upp viðbót við vafrann sem þú notar til að vafra um netið. Slíkt finnur þú oftast undir fyirsögninni „Tools“ sem er yfirleit líka í hægra horninu efst eða neðst á síðunni.

  1. Opnaðu Tools síðuna
  2. Smelltu þar svo á Diigo extension, þá opnast síða fyrir þann vafa sem þú ert að nota, og þú getur með því að fylgja leiðbeiningunum sett upp viðbótina
  3. Þegar viðbótin er komin í samband getur þú byrjað að safna efni í Diigo safnið þitt.

C) Svona safnar þú efni

Þegar Diigo viðbótin er komin á vafran þinn, skaltu prófa að finna einhverja síðu og vista hana í safninu þínu.

  1. Þú smellir á Diigo lógóið – það er á ólíkum stað eftir því hvaða vafra þú notar
    1. Leiðbeiningar fyrir Chrome
    2. Leiðbeiningar fyirir Firefox
  2. Þá opnast gluggi sem þú notar til að bæta við upplýsingum. Þú getur skrifað lýsingu á síðunni í textareit, til að muna hvers vegna þessi síða er áhugaverð, þú ættir að skrifa einhver „tög“ = efnisorð til að geta flokkað og fundið síðurnar seinna, og svo getur þú vistað síðuna í sérstaka lista, efnisyfirlit  (her e dæmi um „Efnisyfirlit“ eða „Outliner“ =eða hópa (Hér er dæmi um opinn hóp)
  3. Svo smellir þú á „Save“ hnappinn og færslan vistast í safninu þínu 😉

D) Að vista efni í hóp, lista eða efnisyfirliti

Til þess að geta vistað efni í hóp þarftu að vera meðlimur í hópnum, annað hvort af því að þú bjóst hann til eða af því að þú gerðist meðlimur. ATH stundum þarf hópstjórinn að samþykkja þig inn í hópinn og/eða samþykkja fyrsta póstinn frá þér.

Sömuleiðis þá getur þú ekki vistað í efnisyfirliti fyrr en þú hefur búið það til.

Seinna halda skrifin áfram… fleirri svona verkfæri  verða kynnnt hér…

 

Efnisyfirlit yfir svipað efni á þessum vef:

Lestur – ritun og fræðileg vinnubrögð

Hvar finn ég lesefni

… og hvernig finn ég það aftur?

Hugbúnaður til að halda utan um heimildir