Your site
19. apríl, 2024 21:08

Hvernig styður tæknin við nám?

Hér birtast fljótlega upplýsingar um ráðsetefnu um notkun upplýsingatækninnar í fullorðinsfræðslu:

Ráðstefna um beitingu upplýsingatækni í námi og kennslu í boði Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Norræna tengslanetisins um nám fullorðinna og Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun.
Aðalfyrirlesarar verða hjónin Etienne og Beverly Wenger-Trayner http://wenger-trayner.com/ auk Alastair Creelman http://acreelman.blogspot.com/. Etienne Wenger er kunnur fyrir áhrifaríkt starf á sviði náms/fræðslu í faghópum og hann er þekktastur fyrir kenningu sína um aðstæðubundið nám (situated learning) og um starfenda samfélög (communities of practice). Beverly er þekktust fyrir alþjóðlegt samstarf, nám þvert á mörk og beitingu félagsmiðla. Alastair Creelman vinnur við upplýsingatækni/fjarnám við Linnaeus háskólann í Kalmar, Svíþjóð. Helstu áhugamál hans eru opinn hugbúnaður og beiting félagsmiðla við nám og fræðslu.
Auk þessara erlendu fyrirlesara mun úrval kennsluaðferða, sem reyndar hafa verið á Íslandi, verða kynntar í vinnustofum. Þar á meðal notkun farsíma, spjaldtölva, myndbanda og félagsmiðla við nám og kennslu.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða sendar í byrjun september.

Skildu eftir svar