• Nú er langt liðið á áfangann og í dag áttaði ég mig eiginlega á því að ég hef lært ótrúlega mikið á síðustu vikum. Ég fékk nefnilega símtal frá samstarfskonu minni sem spurði mig hvort ég vildi ekki vera […]

 • Ég hef mikið velt fyrir mér í gegnum þennan áfanga hvað það er sem selur og hvernig megi nýta það til að markaðssetja námsefni. Það eru ótal birtingarmyndir á því hvernig fyrirtæki auglýsa vörur sínar. En hvað h […]

  • Áhugaverðar pælingar Ingibjörg. Já það er býsna algengt að bjóða upp á afslátt fyrir þá sem skrá sig snemma. Ég get ímyndað mér að í mörgum tilfellum sé þetta leið til að tryggja fljótt einhvern lágmarks fjölda sem þarf til að námskeiðið standi undir kostnaði og svo er allt sem bætist þar ofan á auka hagnaður.

 • Guinness: Made of More

  „Made of More“ auglýsingaherferðin hófst árið 2011 þar sem markmiðið var að aðgreina Guinness bjór frá öllum öðrum bjór á markaðnum. Þó að Guinness hafi verið einn vinsælasti bjór í he […]

  • Skemmtilegt að lesa. Ég bjóð í Bretlandi í fjögur ár og lærði aðeins að kunna meta Guiness þó ég fái mér hann aldrei í dag. Það sem Guiness hefur tekist er að vera sterkt tengdur við sögu og menningu Íra. Það er ekki til írskur pöbb sem selur ekki Guiness amk ekki í Bretlandi. Svo er auðvitað mikil sala og auglýsinga herferð í kringjum 17. mars St´Patricks day. Þetta mynnir svolítið á markaðsáætlun Trump að því leyti að Guiness er ekki að reyna að höfða til allra heldur er mjög ákveðinn markhópur sem elskar Guiness en þeir sem eru Guiness áhangendur er komnir til að vera það.

   Ég dunda mér við að skoða myndböndin í dauða tímanum:)

  • Flott tenging við Trump, Kristín. Það er greinilega að skila árangri að festa sig við eitthvað eitt, nánast sama hvað það er, og halda í það dauðahaldi. Áhugavert.

 • Þann 24. janúar 2019 birtir Seth Godin blogg sem nefnist Your customer service strategy. Þar segir hann þjónusta við viðskiptavininn er ekki tímafrek eða kostnaðasöm kvöð heldur fjáefesting í markaðsáætlun. […]

  • Til gamans má geta að í dag er alþjóða geðheilbrigðis dagurinn. Ég vann mörg ár í þeim geir og ein af mínum kollegum og fyrirmyndum þar var með skylti á skrifstofunni sinni sem á stóð “,why be normal?”

  • Þessi dæmi sýna á skemmtilegan hátt hvað ábyrgð og góð svörun skipta miklu máli þegar fyrirtæki reyna að skera sig úr.

   Flott færsla!

 • Sami peningurinn ?

  Enn er ég upptekin af fræðslu sem markaðsvöru og kennslu, miðlun, leiðbeiningum og þjálfun sem þjónustu. Við móttökum upplifun, vöru eða þjónustu eða öðlumst frekari hæfni og verðum meir […]

  • Gaman að sjá pælingarnar um Péin. Held að það sé hárrétt hjá þér að lögmál markaðssetningar eigi heima í fullorðinsfræðslu.

   Þegar kemur að sjöunda Péinu, fólk (eða Pólk), velti ég fyrir mér þegar við tölum saman, erum við að selja hugsun okkar? Þegar einhver hlustar, er viðkomandi að kaupa? Þegar við hlustum á hvert annað og tölum saman erum við í viðskiptum?

   Mér dettur í hug svolítið sem ég tók eftir hjá MacDonalds í Noregi fyrir nokkrum árum. Þar stóð skýrum stöfum bakvið starfsfólkið, ef ég man rétt: “A smile costs nothing”. Ég held að þetta hafi hvatt viðskiptavini til að brosa til starfsfólksins sem brosti á móti, og sköpuðu þannig þægilegt andrúmsloft á ansi stressandi vinnustað. Þegar við brosum til hvert annars höfum við tilhneigingu til að brosa til baka . Að hægt sé að markaðsfæra einfaldan hlut eins og bros er hrein snilld.

 • IKEA verslunin í Garðabæ (mynd frá Icelandic Times)

  Þegar ég las gegnum kafla 7 í Foundations of Marketing um virði gegnum þjónustu, sambönd og reynslu, fannst mér eftirfarandi afar áhugavert:  […]

  • Það er einmitt svona IKEA tækni sem þarf. Þó manni líði hálf illa í völundarhúsinu þá fylgir samt ákveðin vellíðan vegna trausts, öryggis, skipulags, gæða og almennrar þjónustulundar starfsfólks.

  • Gott að heyra af fleirum sem eiga erfitt með að njóta ferðar í völundarhús IKEA 😉
   Mér fannst áhugavert það sem þú, Hrannar, skrifaðir um að “í stað þess að láta starfsfólk hafa samband við viðskiptavini, gerir völundarhúsið það að verkum að viðskiptavinurinn biður starfsólk um hjálp. Það að snúa þessu sambandi á hvolf hefur djúpa sálfræðilega þýðingu.” Ég fór að velta því fyrir mér hvort hægt sé á einhvern hátt að snúa þessu “markaðssetningar-bragði” yfir á námstilboð í fullorðinsfræðslu? Sem sagt hvort við getum á einhvern hátt byggt okkar eigið völundarhús þannig að þátttakendur verði að hafa samband við okkur í stað þess að við séum alltaf að reyna að ná sambandi við þá? Og þegar þeir hafa svo samband þá tökum við að sjálfsögðu á móti þeim með mikilli þjónustulund og höfum kerfið okkar tilbúið fyrir þá 🙂

 • Seth Godin stiklar á stóru í síðasta hlaðvarpsþætti sínum um “Seth Godins’ Startup School” frá 1. júlí 2013: “Distinct and Direct”. Aðal umræðuefnið er hvernig skapa megi tengsl við væntanlega viðskiptavini og […]

  • Spennandi.

   Ég er ekki ennþá farinn að skoða námskeiðin hjá Seth Godin, enda á ég nóg með sjálfan mig í augnablikinu – fullt af verkefnum og svo námið hjá HÍ. Þegar traffíkin minnkar væri örugglega gaman að skoða betur námskeiðin hjá honum. Mér líkar virkilega vel við það sem hann hefur fram að færa.

   Einnig áhugavert að heyra um MailChimp. Er það betra en Outlook og Gmail að einhverju marki?

   • MailChimp er í rauninni fullbúinn markaðssetningar-pakki sem gefur þér möguleika á að búa til herferðir og fá tölfræðileg gögn um virkni þeirra. Ég er sjálf stutt komin í að nýta mér allt það sem boðið er upp á, enda á þetta ekki allt við í mínu starfi. En ég hef nýtt mér verkfæri MailChimp sem snýr að hönnun tölvupósta til að búa til fréttabréf og mér finnst fréttabréfin fyrir vikið verða meira aðlaðandi og bjóða upp á aukin samskipti og samstarf (sem er í rauninni markmiðið). Þú getur séð dæmi um fréttabréf sem ég hef tekið þátt í búa til í MailChimp hér: https://www.fjolmennt.is/is/radgjof/frettabref-radgjafardeildar

 • Nú er ég frekar mikill byrjandi í markaðsmálum og hef ekki hugað að markaðssetningu námskeiða fyrr en nú. Ég hafði ekki gert mér nokkra grein fyrir því hvað þarf að huga að mörgu við markaðssetningu. Mér […]

  • Mér finnst þetta áhugaverðar hugleiðingar hjá þér, Hildur, og ég held að það geti verið mikið til í þessu með að eigin fordómar eða viðhorfið í samfélaginu geti hindrað fólk í að taka þátt í fræðslutilboð. Það kemur líka vel heim og saman við þá kenningu að kauphegðun snúist ekki aðeins um einhverja rökrétta ákvörðun í huga neytandans (Information Processing Approach) heldur er þetta oft ákvörðun sem er lituð af menningu, samfélagi og ekki síst tilfinningum (Comsumer Culture Theory).
   Þegar þú íhugar að nýta þér áhrifavalda í markaðssetningu foreldrafræðslu þá er kannski líka vert að spyrja sig hvort þú náir til rétta fólksins þannig, þ.e. fólksins sem þarf á fræðslu að halda? Er það endilega fólkið sem eyðir miklum tíma á samfélagsmiðlum og fylgist með áhrifavöldunum? Ég veit það ekki því ég er ekki sjálf þar og ég velti stundum fyrir mér hvort ofuráhersla á markaðssetningu með áhrifavöldum (influencer marketing) gerir það að verkum að einhverjir markaðshópar “gleymast” eða markaðssetningin “missir marks” af því að hún gerir ekki ráð fyrir fólkinu sem er ekki virkt á samfélagsmiðlunum.

   • Takk fyrir svarið Helle. Mér persónulega finnst einmitt á gráu svæði að nota influencer marketing til þess að auglýsa foreldranámskeið eins og fram kemur í blogginu. Ég tel samt að þannig væri einmitt hægt að ná til hóps einstaklinga sem halda að þeir þurfi ekki fræðslu. Mín hugmynd með þessu var að normalísera þessi námskeið, að foreldrar sæju að þau væru fyrir hvern sem er, líka áhrifavalda. Foreldranámskeið eiga að að mínu mati að vera fyrir hvern sem er sem vill standa sig vel í uppeldishlutverkinu. Vissulega er alltaf einhver hópur sem fylgist ekki með áhrifavöldum og hægt væri að ná til þeirra með öðrum leiðum. Ég held samt að hægt væri að ná til mjög margra með þessari aðferð markaðssetningar.

  • Hildur Inga, þú segir: “Segjum sem svo að viðhorfið í samfélaginu sé þannig að þeir sem fara á foreldranámskeið hljóti að vera slæmir foreldrar. Hvergi mega sjást vankantar eða veikleikar í uppeldinu og foreldrar gætu talið að þeir yrðu stimplaðir sem vondir foreldrar með því að mæta. Mín upplifun er því miður sú að margir foreldrar láta einmitt þessi viðhorf samfélagsins hafa áhrif á skoðanir gagnvart foreldrafræðslu.”

   Mér finnst þetta athugavert og svolítið öfugsnúið, því að mér hefur aldrei dottið í hug að foreldrar sem sæki foreldranámskeið fái á sig stimpil sem slæmir foreldrar, heldur þvert á móti, hljóti það að vera fólk sem vill bæta sig, sem er alltaf gott. Ekkert okkar er fullkomið.

   Væri ekki sniðugt að fara af stað með herferð um það hvað þú hlýtur að vera æðislegur foreldri ef þú sækir foreldrafræðslu?

  • Ég er á svipuðum stað og þú Hildur Inga. Ég hallast meira og meira að því að hluta markaðinn niður t.d. foreldrar fósturbarna, foreldrar fótboltaiðkennda, foreldrar leikskólabarna osfrv.

 • LULULEMON

  Mér fannst mjög áhugaverður kaflinn um markaðshlutun í lesbókinni. Markaðshlutun hefur augljósan ávinning en það er að ná betur til viðkomandi markhóps. Mér fannst virkilega áhugaverð sagan […]

  • Takk fyrir þetta Ingibjörg. Þessi markaðssetning vakti líka athygli mína. Ég held að það verði æ meiri krafa núna á tímum gervigreindar og þriðju eða fjórðu iðnbyltingarinnar að fyrirtæki síni að þau séu mannleg og persónuleg.

  • Skemmtileg færsla Ingibjörg. Ég hugsaði um þessa aðgreiningu sem Lululemon virðist hafa viðhaft. Mér fannst hún á afar þröngu og fordæmandi sviði þ.e. grannvaxnar konur sem stunda jóga (og hafa efni á dýrari aðföngum, vörurnar eru frekar dýrar ef ég hef tekið rétt eftir). En því miður kannast ég við markhóp sem nýtur þess að tilheyra þessum eða öðrum slíkum hópum og finnast það flott.
   Alls ekki markaðssetning sem mér finnst til fyrirmyndar en sannarlega markaður sem hægt er að herja á, sé vilji fyrir því.

  • Áhugavert.

   Þarna er fyrirtækið að takmarka markhóp sinn við grannar konur sem stunda yoga, og það virkar sama hversu ógeðfellt manni kann að þykja það. Hugsanlega vekur þetta ákveðið umtal og efa sem ýtir svo undir vörumerkið. Þetta minnir mig á það sem við ræddum í dag, en Trump lagði áherslu á að ná til miðaldra hvítra karlmanna sem geta varla andað af reiði og hneykslan vegna ýmissa mála.

   Þetta sýnir kannski fyrst og fremst að markaðssetning þarf ekki að vera geðfelld til að virka.

 • „Markaðshlutun er skipting ólíks, sundurlauss markaðar í smærri samstæðari markaðshluta til að geta betur náð til viðkomandi hópa, þjónað þeim með vörum og þjónustu sem kemur til móts við þarfir þeirra.“ (Mag […]

  • Ég held Elínborg sé með þetta. Með því að birta efni á Instagram nær hún sambandi við fólk sem heillast af svipaðri myndlist og hún er að búa til, þannig býr hún til sinn markhóp, sem hún getur talað við. Það er úr þessum hópi sem hún fær sína diggustu námsmenn á námskeið. Sjá umræðu um lágmarks lífvænlegan markhóp: https://markadssetning.namfullordinna.is/2021/09/16/lagmarks-lifvaenlegur-markhopur/

  • Skemmtileg þessi pæling með for-markaðssetningu sem kannski hefur alls ekki verið hugmynd Eybjargar þegar hún fyrst byrjaði að setja inn efni á Instagram og svo að gera könnun á því hver kæmi á námskeið. Allt gæti þetta verið hluti af markaðsherferð. Um að gera að læra af þessu og byggja upp markaðssetningu með þessum þáttu í auknu mæli. Læra af því sem gengur vel 🙂

  • Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni.

   Það seldist upp á námskeiðið á hálfum degi þannig að við ákváðum að bjóða upp á annan hóp.

   Eybjörg hefur brosað hringinn síðan á föstudag.

   Ykkur er velkomið að kíkja á námskeiðið þó að það þýði akstur til Keflavíkur í tvö kvöld. 😉

   https://www.mss.is/nam/namskeid-og-namsbrautir/1423

 • Markaðurinn er sífellt að leita að leiðum til að ná til markhópa. Til þess að selja vöruna þína eða auglýsa merkið þitt þá þarftu að skilja markhópinn sem þú ætlar að ná til.

  Það sem mér finnst áhugavert í þ […]

  • Þetta eru áhugaverðar pælingar Alma Sif. Ég er mikill laumuaðdáandi Star Wars og Marvel, og fannst einmitt mjög skemmtilegt að fylgjast með Stan Lee í alls konar atriðum. Hann verður jafnvel ofurhetja í sumum Marvel teiknimyndum, sem ég hafði lúmskt gaman af að fylgjast með.

   En þetta vissulega snýst um að tengja við fólk, tengja við þá sem þegar hafa áhuga og kaupa, og þá sem eru að koma nýir inn í hópinn. Reyndar hefur mér líkað svolítið illa við hvernig í Star Wars heiminum hvernig flestar af þessum skemmtilegu gömlu persónur eru orðnar eitthvað allt annað, bara vegna þess að þær eru eldri, og skiptu einhvern veginn minna máli í þessum skáldsagnaheimi. Þannig tókst að minnka minn áhuga á þessu sagnaheimi, eða réttara sagt, þannig mistókst framleiðendum að auka áhuga minn á þessum sagnaheimi.

   Hvernig væri hægt að yfirfæra þessar tengingar yfir á námstilboð?

  • Þessi hugmynd snýst sérstaklega um áhugasvið þátttakenda í námskeiðum. Það þarf að athuga hvað markhópinn til þess að ná til gamla hópsins sem og að ná til nýrra þátttakenda. Þar með þarf námstilboðið að vera skipta máli í nútíman án þess að gera lítið úr því sem áður var. Þetta er til dæmis hægt að tengja þetta við tækniþróanir eins og í rafiðnaði, þar er sífelld þróun í gangi en reglurnar og ramminn er sá sami. Þar af leiðandi er hægt að kenna þátttakendum með mikla reynslu af vinnumarkaði sem og nýjum þátttakendum sem nýlega hafa lokið sveinsprófi það sama án þess að útiloka annan hvorn hópinn. Það er til dæmis gott dæmi um námstilboð sem er í gangi hjá okkur í RAFMENNT núna sem er meistaraskólinn. Þau námskeið sem eru í boði og endapunkturinn (meistarabréf) kallar til bæði eldri rafiðnaðarmanna sem og þeirra sem voru að klára.

 • Alma Sif Kristjánsdóttir changed their profile picture 3 weeks, 6 days ago

 • Seth Godin ræðir slæma markaðssetningu á blogginu sínu https://seths.blog/2013/07/more-people-are-doing-marketing-badly/.

  Þessi færsla Godin vakti athygli mína þar sem umræður um góða markaðssetnin […]

  • Takk fyrir að benda á þessa bloggfærslu.

   Það er skemmtilegt hvernig Seth snýr hlutunum á haus og fær eitthvað jákvætt og spennandi út úr þessu.

   Fólk er að sinna markaðssetningu illa. Maður hefði haldið að hann myndi kvarta yfir fúskinu, en nei, hann finnur góða hlið á málinu og dásamar tækifærin sem bjóðast þeim sem kunna að markaðssetja hlutina.

   Þetta er geggjaður hugsunarháttur! Finna tækifærið í hlutunum þegar þeir eru ekki að virka.

  • Skemmtilegar pælingar @aslaug74! Ég tók sérstaklega eftir þessu:
   En hvert er ráðið við þessu? Svarið er ATHYGLI! Að taka eftir því hvað er raunverulega að virka á markaðnum og reyna að finna út úr því AFHVERJU það er að virka, yfirfæra það síðan á markaðinn og endurtaka.
   Þetta er trúlega það fyrsta sem ég lærði um markaðssetningu, og trúlega eitt það vanræktasta… Ég lærði það við kvöldmatarborðið að með því að skrá hjá sér viðbrögð við markaðssetningunni og læra af henni gæti maður náð árangri. Þegar ég hef reynt að fá kollega til að beita slíkum einföldum aðferðum hafa menn gjarnan ekki nennt því! Simmerly skrifaði t.d. um þetta í handbók sinni um Markaðssetningu símenntunar (1989): í kaflanum 10 skref til árangurs: #9 Skráðu viðbrögð við markaðssetningunni… 😉

 • Seth Godin mælir með að einblína á hinn svokallaða “lágmarks lífvænlega markhóp” (e. minimum viable audience) í staðinn fyrir fjöldann með þeim einföldu rökum að vandinn við fjöldann er meðaltalið. Þú neyð […]

  • Frábærar pælingar, Helle, ég hef einmitt heillast af þessari hugmynd um þennan þrönga markhop og að styðja hann i því að breyta lífinu til hins betra. Með því að deila því sem við kunnum og getum reynumst við þessum hópi leiðtogar og getum stutt hann í því að vera besta mögulega útgáfan af sjálfum sér.
   Malið hlýtur þá að vera að finna hvaða upplýsingar, hvaða leikni og hvaða viðhorf muni hjálpa þínum marhópi að reynast bestu stuðnings aðilar sinna skjólstæðinga og skapa tækifæri fyrir þau að tileinka ser og þjálfa þessa hæfni á hátt sem er árangursrikur og passar við aðstæður þeirra.

  • Auðvitað er þetta hárrétt.

   Ef við einbeitum okkur að þeim sem þurfa námstilboðið eða að þeim sem vilja þetta ákveða nám og sinnum þeim eins vel og við getum, þá fá bæði þeir og kennarinn miklu meira út úr reynslunni.

   Þetta finnst mér sérstaklega flott hjá Seth Godin í annarri færslunni sem þú vísar í:

   “Two things happen when you delight your minimum viable audience:
   – you discover it’s a lot larger group than you expected
   – they tell the others”

 • Ég valdi að skrifa um hlaðvarpsþátt Seth Godin frá 25. Ágúst 2021. Ég valdi þenan þátt einfaldlega af því titillinn vakti áhuga minn.Trönuberjabændur rækta mikið magn af trönuberjum en sum þeirra eru rotnuð. […]

  • Já, öll erum við ólík, rétt eins og trönuberin, hæð okkar og áfengisþol sýna skýrt, og að mæla hvernig við erum ólík getur verið frekar erfitt mál.

   En þegar kemur að trönuberjunum (og nú er ég að hugsa í myndlíkingum) væri þá við hæfi að bjóða trönuberjum sem ná ekki að skoppa á námskeið til að læra skopp? Þannig komast þau nefnilega í gæðahóp, sem svo er bara einhver ímynd um það sem selst betur og á hærra verði.

   Skemmtilegar pælingar, einnig þetta með spyrjandann sem er að reka útvarpsstöðina. Það er afar heilbrigt að skoða söguna, hvað hefur verið gert, og hvað hefur ekki verið gert, og sjá síðan hvar fólk sem er komið langt, hvernig staðan var hjá þeim þegar það var langt í stöðuna sem þau eru í núna.

 • Alma Sif Kristjánsdóttir became a registered member 1 month ago

 • Ingibjörg Emilsdóttir became a registered member 1 month ago

 • Ég velti því fyrir mér hvort nám, námskeið, námsframboð og boð um hvers konar fræðslu sé eins og hver önnur vara eða þjónusta sem boðin er til sölu eða afnota af einhverju tagi. Fyrirfram hélt ég að önnur lö […]

  • Áhugaverð ígrundun hjá þér, Elín. Ég hallast nú ennþá mest að því, eins og þú lýsir í byrjun, að markaðssetning fræðslutilboða hljóti að vera aðeins öðruvísi, kannski aðeins flóknari eða margslungnari, en markaðssetning hefðbundnari vöru eða þjónustu. Eins og einhver í hópnum okkar benti á þá eru ekki allir þátttakendur í fræðslutilboðum að fara sjálfviljugir í nám. Þeir eru kannski skikkaðir af vinnuveitendum og það hlýtur að hafa áhrif á lögmálin í markaðssetningunni. Eins eru til hugsanlegir þátttakendur sem gætu haft áhuga á ákveðnu fræðslutilboði en fást ekki til að sækja um af því að vinnuveitendur sjá ekki virðið í því að gefa starfsfólkinu svigrúm til að fara á námskeið. Það hlýtur með öðrum orðum að þurfa að taka tillit til fleiri leikmanna þegar um markaðssetningu fræðslutilboða er að ræða heldur en einungis kaupanda og seljanda vöru eða þjónustu. En ég hlakka eins og þú til að kynnast betur lögmálum markaðsfræðinnar og hvernig megi líta á þau frá þessu sjónarhorni.
   (Helle Kristensen, á mörkum hópanna tveggja ;-))

  • Skemmtilegar pælingar Elín. Takk fyrir að ríða á vaðið.

   Hvort að menntun sé eins og hver önnur vara, er verulega góð spurning. Það er ljóst að námsferlar, s.s. námskeið og námsleiðir sem boðið er upp á í menntastofnunum lúta að einhverju leyti sömu lögmálum og vörur á opnum markaði.

   Málið flækist kannski aðeins þar sem að ekki er alltaf skýrt hver viðskiptavinurinn er þegar námskeið er keypt. Fyrir fullorðna manneskju sem send er á námskeið, er hún viðskiptavinurinn eða er það fyrirtækið sem sendi hana á námskeiðið?

   Þýðir það að við þurfum að hugsa um tvo ólíka viðskiptavini samtímis og markaðssetja námið á ólíkan hátt fyrir báða aðila?

   Reyndar er kannski eitthvað sambærilegt hérna við vörur á markaði, þar sem gosframleiðandi þarf ekki bara að selja neytandanum, heldur einnig verslunum sem eru í milligöngu.

   En menntun sem slík, sú hugmynd að verða meira manneskja með námi, er það hugtak sem hægt er að markaðssetja eins og vöru? Hvernig færum við að því?

 • Elín Yngvadóttir changed their profile picture 1 month ago

 • Hafdís Einarsdóttir became a registered member 1 month ago

 • Load More