Your site
24. apríl, 2025 09:04

Samtal um netnám

Miðvikudaginn 30. apríl kl. 9-12:30/13:00
býður verkefnið „100% Online“ til
samtals um netnám.

Ótal lausnir fyrir fjarnám hafa verið við lýði í fjölda ára. Hins vegar fékk netnám skyndilega aukið vægi í gegnum tilraunir og þróun á tímum Covid-19.

Í verkefninu „100% Online“ köfuðum við djúpt í lærdóm sem sérfræðingar hafa safnað í sarpinn undanfarin ár og greindum valin netnámskeið í leit að árangursþáttum og áskorunum sem komu upp í námskeiðum sem haldin voru 100% á netinu.

Niðurstöðurnar verða kynntar á:

„Samtali um netnám“

Miðvikudaginn 30. apríl kl 9:00 – 12:30/13:00 hjá

Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins. Skipholti 50c 3 hæð

Við bjóðum þér að taka þátt í lifandi samtali um netnám.

 30. apríl 2025Samtal um Netnám
Let´s talk about learning 100% online
9:00Byrjun
Stutt kynning á verkefninu og samtali dagsins Þátttakendur kynnast
9:15Gagnvirkt verkstæði:
100% Online Verkefnið:
Niðurstöður / Hvað lærðum við?
10:15Kaffi
10:35Stutt óformleg innlegg og umræður Hringborðsumræður um áskoranir og leiðir í netnámi u.þ.b. fimm örstutt óformleg innlegg og umræður
12:00 – 12:30/13:00Hádegissnarl í boði EPALE

Verkefnið 100% Online leiddi í ljós gífurlegan margbreytileika í ólíkum útfærslum netnáms. Þrátt fyrir fjölbreytileikann birtust greinileg einkenni úr norrænum kennsluhefðum eins og jafnræði og áherslu á sjálfræði nemenda. Kennsluhefðir sem  efla  virka þátttöku, gagnrýna hugsun og sköpunargáfu, þættir sem verða sífellt mikilvægari í stafrænu námssamhengi nútímans.

Þáttaka er ókeypis.

Skráning á samtalið nauðsynleg. (Smelltu hér)

100% Online: Lýsing á verkefninu

Samtalið er í boði

Skildu eftir svar