Your site
21. janúar, 2025 12:31

The role of creativity in adult education and how policy can foster for creative practices:  Stephan Vincent-Lancrin 

Lokavefstofan í vefstofuröðinni „Hvert stefnir fullorðinsfræðslan“ verður þriðjudaginn 18. október kl. 13:00. Viðmælandi okkar verður Stephan Vincent-Lancrin yfirsérfræðingur hjá OECD.

Umræðuefnið er hlutverk sköpunar í fullorðinsfræðslu og möguleika stefnumótunar til að hafa áhrif á framkvæmd fræðslunnar.

Æ fleirri vekja máls á því að í hagkerfi nútímans er sí aukin þörf fyrir hæfileika fólks til að mæta nýjum áskorunum á skapandi hátt. Aðstæður í nútímasamfélögum breytast hraðar og hraðar með hverju árinu. Tæknibreytingar eru viðvarandi og breytingar aðstæðum í samfélaginu breytast og kollvarpast á örskotsstundu, eins og við höfum upplifað. Nýjustu dæmin eru COVID-19 og stríðið í Úkraínu, og er þar skammt stórra högga á milli. Í báðum tilfellum hefur fólk þurft að finna ný skapandi viðbrögð við breyttum aðstæðum, bæði í einkalifi, vinnu og á sviði samfélagsins. Það að við munum geta átt von á hröðum breytingum hefur leitt til þess að fólk sem spáir í framtíðina heldur því gjarnan fram að ef menntakerfið eigi að geta stutt fólk til að þrífast, þurfi þeir sem kenni að kenna fólki skapandi vinnubrögð, svo það hafi viðhorf og leikni til að breyta og skapa nýtt.

Stephan leiddi vinnu OECD um menntun í Covid-19 kreppunni og leiðir nú meðal annars vinnu OECD í kringum notkun stafrænnar tækni í menntun, þar ber hæst verkefnið „Smart data and digital technology in education: AI, learning analytics and beyond„. Stephan leiðir einnig vinnu í kringum sköpun í menntakerfinu, meðal annars verkefnið „Fostering and assessing students’ creative and critical thinking skills in higher education – OECD“ sem snérist meðal annars um að kanna hvers konar stuðning, umhverfi og verkfæri væri hægt að veita kennurum.

Við munum ræða við hann um hlutverk sköpunar í kennslu í fullorðinsfræðslu, hvaða máli hún skipti í kennslu og hvernig sköpun og fullorðinsfræðsla fari saman. Þá munum við fá hann til að tengja niðurstöður verkefnisins um sköpun í kennslu við stefnumótun og fá hann til að skoða með okkur hvort og hvernig stefna, fræðsluaðila, atvinnulífsins og yfirvalda geti stutt við sköpun i fullorðinsfræðslunni.

Þessi vefstofa er sú þriðja í röð vefstofa um stefnu í fullorðinsfræðslu

Hér má finna flokkaðan lista yfir algeng og miðlæg stefnuplögg

Sjá yfirlit yfir vefstofurnar fjórar: Vefstofuröð um stefnu í fullorðinsfræðslu 2022

Skildu eftir svar