Your site
21. desember, 2024 14:15

Kynningartafla

Hér er aðferð til að fá þátttakendur til að kynna sig fyrir frekar litlum hóp þátttakenda (6-15).

Hún hentar vel til að hjálpa þátttakendum að kynnast jafnfram því að kalla fram gagnlegar og skemmtilegar upplýsingar um þátttakendur ásamt því að gera þær sýnilegar og aðgengilegar þátttakendum á námskeiðinu. Þessi aðferð gagnast best ef einhverjar upplýsingarnar sem safnast á töfluna nýtast innihaldslega á námskeiðinu.

Ákvarða upplýsingar

Fyrsta málið fyrir kennara eða lóðs er að ákveða hvaða upplýsingar er gagnlegt að gera sýnilegar og aðgengilegar fyrir öllum þátttakendum á atburðinum. Það gætu verið upplýsingar um starf þátttakenda, þá staði / samhengi sem þeir sjá fyrir sér að nýta lærdómin af námskeiðinu eða niðurstöðu fundarins. Sömuleiðis er um að gera að kalla fram einhverjar skemmtilegar upplýsingar.

Útbúa plakat

Næsta skref er að undirbúa plakat. Málið er að teikna töflu á flettitöflu- eða pinnatöflupappír og skrifa fyrirsagnir á dálka töflunnar fyrir þær upplýsingar sem þátttakendur eru beðnir um að gefa upp um sig. Fyrirsagnirnar má skrifa á pappírinn sjálfan, á spjöld eða stóra sjálflímandi miða (t.d. Post-it® miða). Dálkarnir þurfa að vera jafn margir og fyrirsagnirnar og línur töflunnar amk. jafn margar og þátttakendur námskeiðsins.

Leiðbeiningar til þátttakenda

Við upphaf námskeiðsins býður kennari eða lóðs þátttakendum að kynna sig fyrir hinum. Þátttakendur fá passlegt magn miða og svera túss penna og þeir beðnir um að skrifa svör við spurningunum sem felast í fyrirsögnunum á miða, eitt svar á miða. Þannig skrifar hver þátttakandi einn miða fyrir hvern dálk töflunnar. Miklu skiptir að biðja þátttakendur um að skrifa svo stórt að allir geti lesið á miðana úr sæti sínu.

Kynningin sjálf

Þegar allir hafa skrifað koma þeir upp að töflunni einn í einu og kynna sig með því að útskýra svörin á miðunum og festa þá jafn óðum á töfluna.

  • Látið töfluna standa – eða festið hana á vegg – og látið standa allt námskeiðið eða fundinn.

Sæktu aðferðina sem PDF skjal

Skildu eftir svar