Opnir miðlar og námssamfélög
Það var áhugasamur hópur fullorðinsfræðara sem vann saman á verkstæði um opið menntaefni og námssamfélag fimmtudaginn 1. desember 2016. Þátttakendur höfðu á orði að það væri kominn tími fyrir fólk í símenntunargeiranum að stilla saman strengi hvað varðar opið menntaefni fyrir fullorðna.
Á dagskrá voru tvö þemu: Opið menntaefni og Námssamfélag og hvernig maður skapar slíkt.
Um Opið menntaefni
Sigurbjörg Jóhannesdóttir reið á vaðið með almennt erindi um opið menntaefni:
Hún gaf okkur almennan inngang þar sem hún skilgreindi hugtök og færði rök fyrir því að það sé full ástæða fyrir kennara í fullorðinsfræðslunni að birta námsefnið sem þeir búa til og nota í fullorðinsfræðslunni sem opið efni, þannig að fólk geti hjálpast að og nýtt það sem vel er gert víðar og í stað þess að byrja frá grunni nýtt tíma sinn í að bæta og staðfæra námsefni sem nýtist nemendum þeirra.
Að því loknu skipti hópurinn sér upp i tvö verkstæði.
Opið menntaefni með Alastair Creelman:
Discovering open educational resources. This session will give you a chance to try out popular sources of OER and methods for finding photos, graphics and music that you can freely use in your teaching. In small groups you will investigate different sources and write short reviews of what you find that other seminar participants will have access to.
Þar leiddi Alastair Creelman hópinn í gegnum hagnýta vinnu með opið menntaefni og unnu þátttakendur að því að leita að efni og finna leiðir til að birta efnið sitt á vefnum.
Námssamfélag: með Hróbjarti Árnasyni
Á hinu verkstæðinu unnu þátttakendur með hugmyndir um námssamfélag og hvernig kennarar geta skapað námssamfélag á námskeiðum sínum.
Á verkstæðinu lærðu þátttakendur gagnlegar hugmyndir og aðferðir til að skapa námssamfélag á námskeiðum sínum. Hugmyndin var að byggja góðan hugmyndafræðilegan grunn og síðan að kynna gagnlegar aðferðir og að þátttakendur prófi nokkra aðferðir sem tengjast því að nota verkfæri á vefnum eins og Youtube myndbönd, bloggfærslur og alls konar samvinnufélög í samræmi við áhuga og þarfir þátttakenda.
Hugarkort um efnið:
Þátttakendur unnu saman í OneNote glósubók: Sjá leiðbeiningar og niðurstöður.
Menntabúiðir
Þátttakendur og kennarar á námskeiðinu buðust nú til að kenna hver öðrum alls konar hagnýta hluti sem nýtast í tengslum við viðfangsefni verkstæðisins. Efni sem voru í boði voru.
- Notkun Office Mix til að búa til kennslumyndbönd
- Að nota Tricider til að taka ákvarðanir með stórum hópum
- Að búa til stutt myndband með símanum, hlaða því upp á YouTube og deila með nemendum
- Microsoft Sway
- OneNote stílabók á sterum
- Smore fréttabréfaþjónusfréttabréfaþjónustu
- Adobe spark fyrir myndagerð
- og margt fleira
Þátttakendur gengu á milli borða og lærðu hagnýta hluti sem þeir geta síðan nýtt í kennslu sinni.
Ítarefni
Nánara lesefni má t.d. finna í óflokkuðum listum Hróbarts um:
Kennararnir kveðja:
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.